Bænakvak til fréttamanna Morgunblaðsins

frettinIngibjörg Gísladóttir, Pistlar1 Comment

Eftir Ingibjörgu Gísladóttur - greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 31. 0któber 2022

„Ég skrifa þessa grein í þeirri eig­in­gjörnu von að tvenn­an Moggi og sterkt mjólk­ur­kaffi muni halda áfram að veita mér ánægju.“

Hinn 23. októ­ber mátti lesa í Morg­un­blaðinu hug­leiðingu Ögmund­ar Jónas­son­ar um ilm­inn af líf­inu þar sem hann lýs­ir því hvernig til­hlökk­un­in yfir því að setj­ast niður með kaffi­bolla og dag­blað hverfi er hann opn­ar blaðið og les um að for­sæt­is­ráðherra Breta tali um mögu­leik­ann á að heyja tak­markað kjarn­orku­stríð og ráðherr­ar hins herlausa Íslands kinki kolli. Það eru eðli­leg viðbrögð. Á árum áður var ég áskrif­andi að DV. Þá var ég yngri og hafði gam­an af slúðri og upp­sláttar­frétt­um, en nú er það Mogg­inn, sak­ir vandaðrar frétta­mennsku (oft­ast) og hófstilltr­ar um­fjöll­un­ar sem hef­ur orðið fyr­ir val­inu. Ég geymi mér jafn­vel Sunnu­dags­blaðið svo ég hafi eitt­hvað að lesa með sunnu­dagskaff­inu.

Til­hlökk­un­in er þó blend­in núorðið því sum­ir frétta­menn þess virðast hafa tekið RÚV sér til fyr­ir­mynd­ar og látið af hlut­leysi í frétta­vali og frá­sagn­ar­hætti. Ég tók fyrst eft­ir þess­ari breyt­ingu á Mogg­an­um eft­ir að Trump var kjör­inn for­seti 2016. Þá breytt­ist RÚV strax í frétta­stöð demó­krata og þar sem ég er hvorki höll und­ir ný-marx­isma né heims­yf­ir­ráð Wall Street/​Dav­os þá hafa mál­in þró­ast svo að ég hef misst alla löng­un til að hlusta á frétt­ir þaðan, það veld­ur mér hrein­lega lík­am­leg­um óþæg­ind­um.

Stund­ina hef ég ekki keypt frá ill­girn­is­leg­um árás­um blaðamanna þar á Sig­ríði And­er­sen og Frétta­blaðið læt ég yf­ir­leitt liggja, því fátt er í því bita­stætt. DV kem­ur ekki leng­ur til greina svo þá er aðeins Mogg­inn eft­ir (og reynd­ar Bænda­blaðið) og því skrifa ég þessa grein í þeirri eig­in­gjörnu von að tvenn­an Moggi og sterkt mjólk­ur­kaffi muni halda áfram að veita mér ánægju.

Það er skort­ur á hlut­leysi í um­fjöll­un um Úkraínu­stríðið og gild­is­hlaðið orðaval sem fer í taug­arn­ar á mér. Stríðsæs­ing­ur Banda­ríkja­stjórn­ar hef­ur náð hingað, gegn­um Reu­ters og AP vænt­an­lega. Sigr­ast skal á Rúss­um og alls ekki semja um frið, sama hversu marg­ir falla í val­inn eða flýja land. Til­lög­um Elons Musk um að Krímskagi, sem Katrín mikla lagði und­ir Rúss­land 1783 en Krú­sj­eff skráði úkraínsk­an á sín­um tíma, þrátt fyr­ir að 75% íbúa væru rúss­nesk­ir, yrði viður­kennd­ur hluti af Rússlandi, kosn­ing­ar í Don­bas yrðu end­ur­tekn­ar und­ir eft­ir­liti SÞ og Úkraína lýsti yfir hlut­leysi var hreint ekki vel tekið. Úkraína skal sigra Rússa og ná yf­ir­ráðum yfir bæði aust­ur­héruðunum og Krímskaga.

Eft­ir Mai­dan-stjórn­ar­skipt­in 2014 var lagt í stríð gegn íbú­um aust­ur­hluta Úkraínu og Minsk-friðarsam­komu­lagið ekki virt. Lög voru sett þar 2019 sem með viðbót­um af­nema rétt rúss­nesku­mæl­andi fólks til að tala tungu­mál sitt. Rúss­neskri menn­ingu og Rúss­um skyldi út­rýmt í Don­bas-héruðunum, sem flokk­ast und­ir þjóðarmorð. Bæði leiðtog­ar Vest­ur­landa og fjöl­miðlar þeirra hvetja flest­ir til þess, líka Morg­un­blaðið. Hat­ur gegn Rúss­um og öllu sem rúss­neskt er er alls­ráðandi, jafn­vel á kött­um þeirra og trjám.

Í bók Orwells, 1984, á Eyja­álfa í stöðugu stríði gegn öðrum heims­hlut­um og hat­urs­sam­stöðufund­ir haldn­ir dag­lega, og stund­um hat­ur­svik­ur, gegn hug­mynda­fræði Emm­anu­els Gold­stein. Er okk­ur ekki líka stýrt til að hata? Saddam, Bin Laden og Gaddafi voru drepn­ir en Assad, Trump og Pútín lifa enn. Her­gagnaiðnaður BNA blómstr­ar. Af hverju að mæla fyr­ir friði þegar sala á vopn­um bæt­ir efna­hag­inn og skil­ar pen­ing­um í kosn­inga­sjóði?

Morg­un­blaðið ætti þó að geta mælt fyr­ir friði; þar eru eng­ir slík­ir hags­mun­ir á ferðinni. Menn þurfa bara að hætta að trúa stóru banda­rísku frétta­stof­un­um eins og nýju neti. Sam­kvæmt Gallup hef­ur til­trú Banda­ríkja­manna sjálfra á fjöl­miðlum sín­um aldrei mælst minni. Menn líta ekki á þá sem hlut­lausa.

Vin­sam­lega hættið að láta stýr­ast af hat­ursáróðri hags­muna­hópa í Banda­ríkj­un­um. Ég vil gjarn­an geta haldið vana mín­um og sest niður með miðdeg­iskaffi­boll­ann minn og opnað Mogg­ann með til­hlökk­un.

One Comment on “Bænakvak til fréttamanna Morgunblaðsins”

  1. Mikil er trú þín kona…

    Heldur þú virkilega að Morgunblaðið sé einrátt um sína ritsjórnarstefnu? Blað sem selst ekki neitt, og fær aðeins smásponslu í styrk frá Ríkinu sem ekki nægir einu sinn fyrir ofurlaunum ritstjórans. Trúir þú því kannski líka að hinir aurarnir komi frá útgerðarmannsekkju í Vestmannaeyjum, eða uppgjafapoppara frá Selfossi?

    Neibb. málið er ekki alveg svo einfalt, það þarf að kafa örlítið dýpra.

Skildu eftir skilaboð