Eftir Pál Vilhjálmsson:
Eftir tilkynningu um framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins, og viðtöl við valda fjölmiðlamenn, fór Guðlaugur Þór á vinnufund um loftslagsmál. Líkt og á blaðamannafundinn hafði verið smalað á vinnufundinn, einkum væntanlegum landsfundarfulltrúum.
Guðlaugur Þór gerir loftslagsmarxisma hátt undir höfði í þann mun sem hægrimenn almennt þvo hendur sínar af Grétufræðum. Repúblíkanar í Bandaríkjunum hafna fræðunum. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Risi Sunak, ætlar ekki á næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Loftslagsmarxismi er um 30 ára gömul hugmyndafræði. Hún verður til um sama leyti og kommúnisminn hrundi. Vinstrimenn þurftu nýja hugmyndafræði um illsku borgaralegs kapítalisma. Loftslagsmarxismi er eins og vísindalegur sósíalismi; bábiljufræði. 700 loftslagsvísindamenn hafna grunnforsendum hugmyndafræðinnar. Vinstrimenn með háskólapróf og aðgerðasinnar kynna ruglið sem sannindi og krefjast „hugarfarsbreytingar.“ Gulli er ábekingur.
Í framboðstilkynningu sagðist Guðlaugur Þór ætla að lækka skatta. Gulli getur ekki þjónað tveim herrum, en hann kann að tala tugum tveim og sitt með hvorri. Loftslagsmarxismi krefst hærri skatta og stóraukinnar íhlutunar stjórnvalda í daglegt líf fólks. Loftslagsmarxisti sem boðar skattalækkun er álíka trúverðugur og sá sauðdrukkni sem talar fyrir bindindi.
Guðlaugur Þór var sem utanríkisráðherra málaliði alþjóðavæðingar. Hann nefndi ekki sjálfstæði þjóðarinnar í framboðsræðunni. Enda lagði hann ofurkapp á að keyra í gegnum alþingi 3. orkupakkann sem færir ESB ítök á íslenskum orkumarkaði.
Guðlaugur Þór viðurkenndi að 3. orkupakkinn hefði enga þýðingu fyrir Ísland á meðan enginn væri sæstrengurinn. Hvers vegna barðist hann fyrir samþykkt pakkans á alþingi? Jú, hann varð að játast hugmyndafræðinni. Loftslagsmarxisminn þekkir engin landamæri og virðir ekki fullveldið, allra síst smáþjóða. Formannsframbjóðandinn er innvígður og innmúraður í alþjóðafélagsskap loftslagsmarxista.
Áður en Guðlaugur Þór lauk framboðsfundinum veitti hann fáeinum fjölmiðlamönnum áheyrn. Einn þeirra sem fékk einkafund með Gulla er Helgi Seljan. Sá er ekki þekktur fyrir áhuga á loftslagsmálum.
Áhugi Helga Seljan beinist allur að dómsmálum, af skiljanlegum ástæðum. Hvað þeim Helga og Guðlaugi Þór fór á milli skal ósagt. Hitt er vitað að RSK-miðlar styðja af alhug framboð Guðlaugs Þórs til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Ástæðan er ekki að Glæpaleiti og hjáleigum sé umhugað um réttarríkið.
4 Comments on “Gulli loftslagsmarxisti”
Takk Páll, Þú segir hlutina eins og þeir eru enda beittasti bloggari landsins.
Hvaða marxistabull er þetta í greinarhöfundi og nokkrum öðrum sem tjá sig reglulega hér á þessum miðli?
Marxisminn er dauður, steindauður, fyrir meira en hundrað árum, útþynnt afbrigði hans, kommúnisminn, andaðist fyrir rúmum sextíu og útþynnt afbrigði hans, kratisminn, sósíal-demókratíið, geispaði golunni fyrir a.m.k. þremur áratugum þegar tilraunum til þess að innleiða hann í Svíþjóð var endanlega hætt.
Loftslagsþruglið, kóvítið og margt fleira eru afsprengi vesturheimskunnar, últra-kapítalismans sem Sjálfstæðisflokkurinn svokallaði og reyndar allir hinir flokkarnir líka aðhyllast nú á dögum. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að sú hugmyndafræði er að ganga sér til húðar og er reyndar stödd í dauðateygjunum, vafasamt hvort hún lifir veturinn af.
Björn, þú ert veruleikafirrtur ef þú heldur að hugmyndafræði Marxista sé dauð! Hún lifir, því miður, góðu lífi og birtist okkur í ýmsum myndum.
Tækifærissinni er rétta lýsingin á Gulla, innihaldslaus kauni sem vinnur fyrir þá sem borga mest og þannig hefur það alltaf verið og þannig mun það alltaf vera með hann og hans skósveina.