46 ára blaðamaður The Irish Times, Brian Hutton, lést skyndilega á gamlársdag.
Hutton var staðgengill fréttaritstjóra Press Association (PA) fréttastofunnar í meira en áratug og hafði aðsetur á skrifstofu hennar í Dublin til ársins 2017. Hann skrifaði mikið fyrir The Irish Times sem sjálfstætt starfandi blaðamaður undanfarin fimm ár og var einnig meðstjórnandi sjálfstæðs útvarpsframleiðslufyrirtækis Old Yard Productions.
Fyrrverandi ritstjóri PA á Írlandi, Deric Henderson, heiðraði minningu Hutton og lýsti honum sem „gífurlega hæfileikaríkum“ manni. „Hann fór hljóðlega að málum sínum, laus við dramatík eða hvers kyns læti og fór aldrei yfir tímarfrest, sama hversu þröngur hann var,“ sagði Henderson.
Fjölmiðalfólk dettur niður eins og flugur
Fréttin birti nýlega myndband sem sýnir fjölmiðlafólk sem hefur látist skyndilega undanfarið, veikst alvarlega eða fallið í yfirlið. Myndbandið og fréttina má sjá hér.
Um jólin og áramótin kom síðar fram í erlendum fréttum að tveir ungir fjölmiðlamenn hjá sjónvarpsstöðinni ABC hafi látist skyndilega, annar þeirra úr hjartaáfalli og hinn „lést í svefni.“