Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku Landspítala milli jóla og nýárs. Andlátið hefur verið tilkynnt embætti landlæknis og lögreglu og er rannsakað sem alvarlegt atvik. Er það gert í samræmi við verklagsreglur spítalans.
Maðurinn sem var áður hraustur kenndi sér meins á milli jóla og nýjars leitaði á bráðamóttökuna. Hann gekkst undir rannsóknir en var síðan útskrifaður af bráðadeild og sendur heim. Daginn eftir lést hann. Greint var frá atvikinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.
Andlátið hefur verið tilkynnt embætti landlæknis og lögreglu og er rannsakað sem alvarlegt atvik. Er það gert í samræmi við verklagsreglur spítalans.