Pútín fyrirskipar vopnahlé á jólunum – Kænugarðsstjórnin hafnar því

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur fyrirskipað 36 tíma vopnahlé í átökunum við Úkraínuher, til að kristnir rétttrúaðir á átakasvæðunum geti mætt í guðsþjónustu og haldið jólahátíð. Frá því greinir meðal annars Breska ríkisútvarpið BBC.

Réttrúnaðarkirkjan heldur jólin 7. janúar, og skal vopnahléð hefjast kl. 12 á morgun að staðartíma í Moskvu. Óskað var eftir því við Úkraínustjórn að hún gerði slíkt hið sama, en úkraínska þjóðin tilheyrir að stærstum hluta Úkraínsku réttrúnaðarkirkjunni. Stjórnin í Kænugarði hafnaði tilboðinu umsvifalaust og sakaði Pútín um að nota jólin í „áróðursskyni“.

Svo virðist þó sem að beiðnin hafi upphaflega komið frá Kirill, patríarka Rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar.

Margir eiga um sárt að binda þessi jól

Mikill fjöldi rússneskra og úkraínskra hermanna auk málaliða slösuðust og fórust í sprengjuárásum um áramótin, en frá því sagði meðal annara Reuters.

Annarsvegar fórust 89 rússneskir hermenn í HIMARS-sprengjuárás úkraínska hersins á skólabyggingu, þar sem þeir fögnuðu áramótunum í Makiivka í Donetsk, eina mínútu yfir miðnætti á Nýársnótt, er haft eftir rússneska varnarmálaráðuneytinu. Talið er að vopnageymsla á staðnum hafi einnig sprungið í árásinni, sem olli frekara manntjóni.

Hinsvegar er talið að 120 en allt að 200 úkraínskir hermenn og málaliðar hafi farist í gagnárás rússneska hersins á skautahöll við Druzhkivka-lestarstöðina í Donetsk aðfaranótt 2. janúar. Til viðbótar eiga fjögur HIMARS-kerfi og 800 sprengjur að hafa eyðilagst. Mannfallstölur eru þó á reiki þar sem úkraínsk stjórnvöld hafa aðeins viðurkennt að tveir menn hafi slasast í árásinni, og Reuters tók fram að fréttir af atvikinu séu óstaðfestar.

Fyrir hreina tilviljun birtist atvikið í beinni útsendingu á franskri sjónvarpsstöð:

author avatar
Erna Ýr Öldudóttir

Skildu eftir skilaboð