Heilbrigðisráðherra Bretlands, Steve Barclay, tilkynnti nýlega um kaup á um eitt þúsund nýjum hjartastuðtækjum til að dreifa um samfélagið, t.d. í verslanir, almenningsgarða, ráðhús og félagsmiðstöðvar.
Ráðherrann sagði að eins milljón punda sjóður verði notaður til kaupa fjölda hjartastuðtækja sem komið yrði fyrir í Englandi til að bjarga fleiri mannslífum.
„Skjótur aðgangur að hjartastuðtæki getur verið spursmál upp á lífi og dauða fyrir þá sem lenda í hjartastoppi,“ skrifaði hann.
Hér neðar má sjá færslu Barclay og mikinn fjölda ummæla netverja þar undir sem veltir fyrir sér ástæðu þessara kaupa.
Gríðarleg aukning umframdauðsfalla
Nigel Farage, fyrrum þingmaður Bretlands, og þáttastjórnandi, ræddi nýlega við fyrrum yfirmann Hagstofu Bretlands (ONS) um gríðarlega aukningu umframdauðsfalla meðal yngra fólks í landinu. Hann sagði að hefja þyrfti rannsókn á þessari aukningu sem allra fyrst. Viðtalið fylgir einnig hér neðar.
One Comment on “Heilbrigðisráðherra Bretlands kaupir um 1000 ný hjartastuðtæki”
Magnað efni, vægast sagt!