Bandaríkin hafa samþykkt bóluefni fyrir býflugur

frettinBólusetningar, ErlentLeave a Comment

Bandaríska landbúnaðarráðuneytið (USDA) hefur samþykkt fyrsta bóluefni heims fyrir hunangsbýflugur sem eru í útrýmingarhættu sökum býflugnapestar (e. Foulbrood). Pestin leggst á og drepur heilu búin og engin lækning er til við sjúkdómnum. Þegar sjúkdómurinn kemur upp þarf að eyða og brenna sýktum búum og nota sýklalyf. Það er líftæknifyrirtækið Dalan Animal Health sem hlýtur skilyrt leyfi ráðuneytisins.

Bóluefnið er þróað með dauðum heilfrumu bakteríum Paenibacillus lirfu og er blandað út í fæðu sem drottningunni er gefið. Þannig mun það flytjast í eggjastokka drottningarinnar og í allar þær lirfur sem hún fæðir af sér. Rannsóknir benda til að bóluefnið muni draga úr dauðsföllum af völdum pestarinnar.

Þegar sjúkdómurinn kemur upp þarf að eyða og brenna sýktum búum og nota sýklalyf til að hemja útbreiðslu hans.

„Fólksfjölgun og breytt loftslag munu auka mikilvægi frævunar hunangsbýflugna til að tryggja fæðuframboð okkar,“ sagði forstjóri líftæknifyrirtækisins í yfirlýsingunni. „Við erum tilbúin að breyta því hvernig við hugsum um skordýr og hafa þannig áhrif á matvælaframleiðslu á heimsvísu.

Skildu eftir skilaboð