Dómstóll fyrirskipar brottvikningu ríkisstjóra eftir mótmælin í Brasilíu

frettinErlent2 Comments

Dómstóll fyrirskipar brottvikningu ríkisstjóra Brasilíu, Ibaneis Rocha Barros, eftir að stuðningsmenn Bolsonaro réðust inni þinghúsið og aðrar opinberar byggingar í mótmælaskyni við niðurstöður forsetakosninganna sem þeir telja vera falsaðar.

Árásirnir „gátu aðeins hafa átt sér stað með samþykki eða beinni aðkomu yfirvalda“, sagði dómstóllinn.

Fréttaritari Guardian á svæðinu, Tom Phillips, greindi frá því að dómurinn sem fyrirskipaði brottvikningu ríkisstjórans í  90 daga segir að árásirnar „gætu aðeins hafa gerst með samþykki, eða jafnvel beinni aðkomu öryggis- og leyniþjónustunnar“:

Stuðningsmenn Bolsonaro hengdu upp borða á þinghúsið sem sagði: „Við viljum fá kóðann til að rannsaka úrslit forsetakosninganna.“

2 Comments on “Dómstóll fyrirskipar brottvikningu ríkisstjóra eftir mótmælin í Brasilíu”

  1. Þetta er „feik“ atburður, settur á svið á nákvæmlega sama hátt og „árásin á þinghúsið“ í Washington fyrir tveimur árum. Reyndar má fastlega gera ráð fyrir því að sami leikstjórinn hafi verið að verki í bæði skiptin.

    Þeir sem hafa komið til Brasilíu vita að götulögreglan þar, óeirðalögregla og sérstakar sveitir til þess að takast á við glæpagengi, eru þungvopnaðar upp fyrir haus, aka um á brynvörðum bílum, með ótal þyrlur sveimandi yfir svæðinu, þannig að hvers kyns uppsteit og óeirðir er hægt að þagga niður á svipstundu, jafnvel í blóðbaði ef með þarf.

    Kosningarnar í Brasilíu, ef kosningar skyldi kalla, voru kolfalsaðar, á nákvæmlega sama hátt, eða jafnvel enn verri heldur en forsetakosningarnar í BNA, samskonar „kosningavélar“ notaðar á báðum stöðum, og svo voru atkvæðin í þeim báðum talin í Kína, af einkafyrirtæki sem var svo elskulegt að taka nánast ekkert fyrir greiðann !

    Og svo kemur íslenska Davos-dúkkulísan í fjölmiðla og blaðrar samkvæmt pöntun um „lýðræðið okkar“ rétt eins og aðrir slíkir dindlar, sem hafa fengið sama textann sendan með hraði frá foringja sínum og leiðtoga lífsins, Klaus Schwab.

  2. Kannski vill elítan láta þig halda að þetta sé feik eins og árásin á þinghúsið var í réttu… En afhverju ætti fólkið í Brasílíu ekki að standa upp og mótmæla? Það eru ekki allir þungvopnaðir lögreglumenn sem hafa í sér að salla niður venjulegt óvopnað fólk bara af því að einhver segir þeim að gera það. Lögreglumenn hafa skoðanir líka og eiga fjölskyldur. Megum við hin ekki eiga oggulitla von að fólk sé að vakna um allan heim en ekki bara þú?

Skildu eftir skilaboð