Sema Erla óstyrk í réttarsal og heimtaði að Margréti yrði vísað út

frettinDómsmál, Þórdís B. SigurþórsdóttirLeave a Comment

Sema Erla Serdaroglu virtist óstyrk í réttarsal í gær þegar mál hennar gegn Margréti Friðriksdóttur var tekið fyrir þar sem Margrét er sökuð um að hafa hótað henni lífláti í águst 2018 fyrir utan krá sem var í eigu föður Semu.

Þegar blaðamaður Fréttarinnar gekk inn í dómsal til að fylgjast með málinu var Sema í skýrslutöku. Skyndilega verður Sema æst og segir Margréti vera að stara á sig og hún kunni ekki við svona áreiti. Sema hafði nýlokið við að segja að Margrét væri hættuleg kona sem hún óttaðist, en gaf engar sérstakar skýringar á því og segist ekki hafa tekið afsökunarbeiðni Margrétar á sínum tíma gilda.  Sema hækkaði róminn og sagðist vilja Margréti út úr réttarsalnum því Margrét stuði hana. Margrét sat róleg og sagðist „bara sitja þarna“ enda vildi hún hlýða á vitnisburð í máli þar sem hún er sökuð um líflátshótanir.  Dómarinn samþykkti það en bauð Margréti að fara yfir í annað herbergi. Arnar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, sagði við Margréti að hann myndi tala fyrir hana. Margrét var áfram í réttarsalnum.

Fréttin vakti í gær athygli á ósamræmi í framburði Semu Erlu og eins af vitnum hennar. Þá sagði Sema jafnframt í skýrslutökunni að umrætt kvöld hafi hún verið að koma úr matarboði hjá foreldrum sínum ásamt kærasta sínum Bjarka sem skyndilega kom inn sem vitni í málinu á síðustu skrefum málsins.

Þegar blaðamaður fór að skoða greinar í morgun af framburði Semu stuttu eftir atvikið árið 2018 kemur í ljós að framburður Semu var þá með öðrum hætti sbr. neðra skjáskotið úr DV hér neðar. Þar segist Sema hafa verið með matarboð heima hjá sér með hluta af fjölskyldunni. Hvergi er minnst á Bjarka og segist Sema hafa farið á staðinn ásamt litlu systur sinni sem hafi „skutlað sér.“ Bjarki var hvergi nefndur til sögunnar og umrædd systir Semu bar ekki vitni fyrir dómi í málinu.

Færsla Semu árið 2018 stangast á við vitnisburð gærdagsins

Við  yfirheyrslu Bjarka í réttarsal í gær segist hann hafa verið með í för umrætt kvöld og þegar verjandi Margrétar dró það í efa, kallaði móðir Semu yfir réttarsalinn: „Jú víst, þau voru að koma úr matarboði frá okkur hjónum og ég get staðfests það!“ Dómari áréttaði að móðirin væri ekki vitni og bað hana um að hafa sig hæga.

Þegar móðir Semu Erlu hélt á síma uppréttum og beindi í átt að Margréti og Arnari Þór lögmanni hennar, spurði Arnar hvort einhverjar áhyggjur þyrfti að hafa af því hvort hér væri verið að taka upp. Dómarinn sagði ekki löglegt að vera með upptöku í réttarsal, og móðirin svaraði því að hún hafi bara verið að senda manninum sínum skilaboð. Í fréttaflutningi af málinu í DV þá er ljóst að myndir úr síma móður Semu voru notaðar en ekki myndir sem ljósmyndari Fréttablaðsins, Sigtryggur Ari, tók af Margréti á ganginum. Sigtryggur kom ekki inn í dómsalinn og myndin er tekin frá þeim vinkli sem móðirin og aðrir áheyrendur sátu í salnum.

Facebook færsla Semu sem stangast á við vitnisburð gærdagsins má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð