Alþjóðasamband blaðamanna ósátt við ný fjölmiðlalög í Úkraínu

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Fjölmiðlar, Ritskoðun, Stjórnmál, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ) telur að fjölmiðlafrelsi og fjölbreytni fjölmiðla í Úkraínu sé í hættu. Þetta kemur fram á vef sambandsins í dag.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, undirritaði umdeilt fjölmiðlafrumvarp til laga þann 29. desember sl., sem herðir tök stjórnvalda enn frekar á fjölmiðlum í landinu. 

Sambandið tekur þannig undir með úkraínskum aðildarfélögum sínum, Landssambandi blaðamanna í Úkraínu (NUJU) og Stéttarfélagi sjálfstæðra miðla í Úkraínu (IMTUU). Félögin skora á stjórnvöld að endurskoða nýju löggjöfina í víðtæku samráði við stéttarfélög blaðamanna og fjölmiðlageirann.

Umsóknarríki án tjáningar- og fjölmiðlafrelsis?

Úkraína er með stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu, og höfðu félögin í sumar hvatt stjórnvöld til að sníða frumvarpið að evrópskum stöðlum.  Anthony Bellanger, framkvæmdastjóri IFJ, varaði við því að lögin muni hafi kæfandi áhrif á tjáningarfrelsið. 

Við höfum miklar áhyggjur af alræðistilburðum úkraínskra stjórnvalda gagnvart fjölmiðlum og blaðamönnum. Þó að nýju löggjöfinni sé ætlað að innleiða Evróputilskipunina gæti hún skapað kerfislæg vandamál fyrir lýðræðið í Úkraínu þar sem þjarmað er að fjölmiðlum.“

Að óbreyttu mun Ríkissjónvarps- og útvarpsráð getað bannað starfsemi netfjölmiðla og krafist þess að netveitur loki aðgangi að netútgáfum án málsmeðferðar fyrir dómi,  gefið út bindandi fyrirmæli til ritstjórna fjölmiðla, sett reglur um störf kapal- og netsjónvarpsstöðva og fellt við skráningu prentmiðla niður, meðal annars.

Þannig gætu fjölmiðlar í Úkraínu orðið að starfa undir geðþóttaákvörðunum forsetans, í stað þess að starfa innan ramma réttarríkisins.

author avatar
Erna Ýr Öldudóttir

Skildu eftir skilaboð