CT-gildi COVID-19 prófa lækkuð á HM – stórminnka líkur á einangrun leikmanna

frettinCOVID-19, ÍþróttirLeave a Comment

COVID-19 reglurnar hafa ekki verið afnumdar á HM en Alþjóðahandknattleikssambandið (IHF) hefur aftur á móti hins ákveðið að notast við nýja reglu sem kveður á um að horft verði til CT-gilda (Cycle threshold) hjá leikmönnum sem fá jákvæða niðurstöðu úr PCR-prófi sem á að segja til um hvort viðkomandi sé með Covid-19.

Algengast er að miðað sé við CT-40 og ef ekkert hefur magnast upp eftir þann fjölda hringja, þá er niðurstaðan sú að veiran greinist ekki í sýninu. Enn fremur geta CT-gildi gefið hugmynd um hversu smitandi einstaklingurinn er - því lægra sem CT-gildið er, þeim mun meira magn er af veiru í sýninu og þá líklegra að einstaklingur sé smitandi. Þetta má lesa á Vísindavefnum.

Þessar fréttir frá HM komu fram í samtali við TV2 og þar segist Morten Henriksen, íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins, ánægður með breytingarnar.

,,Við erum virkilega ánægðir með þetta. Það hefur verið ljóst af hálfu IHF að jákvæð niðurstaða úr PCR-prófi í Svíþjóð leiði til fimm daga einangrunar og skyldu um að neikvæðri niðurstöðu úr PCR-prófi sé skilað áður en leikmaður snýr aftur inn á völlinn.

Nú verður litið til jákvæðrar niðurstöðu úr PCR-prófi með CT umfram 30 sem neikvæða sem þýðir að líkurnar á að leikmaður geti snúið aftur til leiks á mótinu stóraukist."

Gagnrýnendur PCR-prófa hafa einmitt bent á að öll próf umfram 30 CT gildi (eða jafnvel enn lægra) séu í raun marklaus. Þetta gæti skýrt þann fjölda mans sem hefur setið í einangrun án þess að finna fyrir nokkrum einustu veikindum eða einkennum veikinda og því verið frelsissviptir af ástæðulausu.

Skildu eftir skilaboð