Frjósemi, frjóvgun, fósturrækt og erfðasnyrting

frettinArnar Sverrisson, Erlent1 Comment

Eftir Arnar Sverrisson:

Fyrir skemmstu var haldinn árdegisfundur í norska Lífftækniráðinu. Þar menn mættu til skrafs um framtíð frjóvgunar og æxlunar mannkindarinnar.

Á heimasíðu þess má lesa: Allar götur frá því að spendýr litu dagsins ljós fyrir 178 milljónum ára síðan, hefur mannkyn búið til börn með sams konar hætti. Að getnaði komu karl- og kvendýr og getnaður átti sér stað innvortis. En stórstígar framfarir í læknis- og líffræði boða fleiri leiðir í þessu efni. Glasafrjóvganir, frysting eggja, egg- og sæðisgjafir, eru núorðið algengar. En æxlunarrannsóknum er hvergi nærri lokið. Gervileg, endurritaðar húðfrumur, sem umbreytast í sæðis- og eggfrumur, ásamt fósturvísum úr stofnfrumum, kynnu að hljóma eins og vísindaskáldsaga væri. En svo er ekki.

Einræktun (cloning) dýra er líklega flestum kunn, sbr. hundinn, Samson, Dorritar, finnsku ærina, Dolly, og nú síðast hafa apar m.a. verið einræktaðir.

Þegar hafa fæðst tíu milljónir barna við gervifrjóvgun, þ.e. þar sem egg er frjóvgað útvortis og síðan komið fyrir í legi móður (ectogenesis). Það er bráðum hálf öld, síðan þessi tækni náði fótfestu. Dæmi eru um 74 ára gervifrjóvgunarmóður.

Þetta hefur augljóslega kvenfrelsunargildi í för með sér. Því nú geta konur, sem þó vilja verða mæður, einbeitt sér að starfsframanum á barnseignaraldri. Þær geta aukin heldur valið frjóvguð egg úr fortíðinni.

Samtímakarlar verða því óþarfir, enda er sæði þeirra orðið æði dapurlegt. Samtímis hnignun sæðisins eykst ófrjósemi. Mannkindin býr við ófrjósemiskreppu. Elon Musk óttast, að ekki takist að nema land á Mars, sökum fólksfækkunar hérna niðri.

EctoLife notar gervigreind til að fylgjast með þroskaferli barnanna

Umrædd tækni býður annarri og þekkri tækni heim, þ.e. að snyrta fóstrið með tilliti til kyns og annarra erfðaþátta. Þess háttar erfðasnyrtingu er þegar beitt.

Tæknin býður upp á umsvifamikla ræktun fóstra í ræktunarverum, því eins og ýjað er að, eru gervilífmæður fáanlegar. Fóstrin verða fóðruð með gervigreindarbúnaði, sem vakir yfir næringu þeirra og þroska. Aukin heldur munu myndavélar gera foreldrum kleift að fylgjast með þroskuninni í snjallsíma sínum. Foreldrar munu einnig geta haft áhrif á örvun fóstursins í hljóði og mynd.

Foreldrar fylgjast með þroskaferli barnsins í gegnum snjallsíma

Gervilegið frelsar konur í enn ríkara mæli frá því ofbeldi skaparans að ætla þeim að ganga með börn. Fyrirtækið ECOLife hyggst rækta 30.000 fóstur á ári og gælir við þá hugmynd, að þá upphefjist nýtt þróunarstig mannkyns, því leggöng konu og mjaðmagrind, kynnu að hafa heft þroska fóstursins við fæðingu. En það gerist ekki í ræktunarverinu. Fæðing felst í því að ýta á takka.

Fósturræktunarver falla vel að hugmyndum Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum). En samkvæmt hugmyndafræði þess eru allar líkur á, að nýburar verði settir í uppeldisver, þar sem þau verða forrituð, bólusett, örvuð og nærð, svo þau megi lifa hamingjuríku tölvumennislífi í snjallborgum.

Heimild og fleiri heimildir má finna hér.

One Comment on “Frjósemi, frjóvgun, fósturrækt og erfðasnyrting”

  1. ,,Þegar hafa fæðst tíu milljónir barna við gervifrjóvgun, þ.e. þar sem egg er frjóvgað útvortis og síðan komið fyrir í legi móður (ectogenesis). Það er bráðum hálf öld, síðan þessi tækni náði fótfestu. Dæmi eru um 74 ára gervifrjóvgunarmóður. Þetta hefur augljóslega kvenfrelsunargildi í för með sér.“

    Hin nýja tækni (bionic wombs) mun hinsvegar hafa karlfrelsunargildi í för með sér. Því bráðlega munu karlar eignast sín eigin börn án aðkomu eða skilyrða kvenna. Ógaman verður að heyra Ramakveinið sem þá verður rekið upp.

Skildu eftir skilaboð