Uppfært: Lisa Marie Presley er látin. Þetta tilkynnti móðir hennar.
Lisa Marie Presley, hefur verið flutt í skyndi á sjúkrahús eftir að hafa farið í hjartastopp, samkvæmt miðlinum TMZ. Lisa er dóttir Elvis Presley og Priscillu Presley. Hún er 54 ára og á þrjú börn.
Heimildir segja sjúkraflutningamenn hafi endurlífgað hana í dag á heimili hennar í Calabasas áður en hún var flutt á brott með sjúkrabíl.
Heimildarmenn sögðu einnig að „einhver á vettvangi hafi gefið Lisu Marie adrenalín að minnsta kosti einu sinni til að hjálpa henni að ná aftur púlsi“. Ástand hennar er enn óljóst á þessari stundu.
Lisa er dóttir rokkstjörnunar Elvis Presley og Priscillu Presley. Hún er 54 ára og á þrjú börn.
2 Comments on “Lisa Marie Presley flutt á sjúkrahús eftir hjartastopp”
Algengasta ásökunin á hendur svokallaðra „samsæriskenningasmiða“ er sú að þeir séu svo víðáttuvitlausir að halda því fram að
Elvis Presley sé ekki dauður, heldur sprelllifandi ennþá:
„The King is alive“, rokkkóngurinn lifir, segja þeir.
Þessi kenning er samt ekki vitlausari en svo að þetta er haft eftir Lísu Marie sjálfri, í beinni útsendingu sjónvarps fyrir um 30 árum, 1991-’92 eða þar um bil. Þá var henni boðið að vera gestur þáttarins í einum af þessum dæmigerðu matreiðsluþáttum, sem enn eru vinsælt sjónvarpsefni, gott ef stjórnandi þáttarins var ekki sú fræga Martha Stewart, sem var að elda einhvern flókinn ítalskan rétt, Osso bucco eða eitthvað álíka.
Þegar langt var liðið á eldamennskuna og rétturinn að verða tilbúinn, þá spyr þáttastjórnandinn Lísu svona í hálfkæringi:
En Lísa, hvaða ítalska rétt heldur ÞÚ mest uppá?
Hún svarar eitthvað á þessa leið: MÉR hefur alltaf fundist „Fettuchini“ langbest og pabba FINNST það líka !
En hún hefur varla sleppt orðinu þegar hún áttar sig á mismælinu, og stjórnandinn gerir það líka. Vandræðaleg þögn fylgir í nokkrar sekúndur, og svo uppgerðar bros og geiflur á báða bóga, og síðan haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Fáeinum árum síðar, þegar Internetið komst á skrið fyrir alvöru, circa 1996, þá var myndband af þessari uppákomu sett þar inn, og dreifðist víða, en eftir Tvíburaturna-atburðinn 2001, þá upphófst sú mikla ritskoðun á Netinu, sem enn stendur yfir, og þá hvarf þetta videó, ásamt ótal öðrum í glatkistu leitarvélanna, sem nú kannast ekkert við að slíkt myndband hafi nokkurn tímann verið til.
P.S. Fox News segir nú að Lisa Marie Presley sé látin.
UPPFÆRT
Nú er talið líklegast að hún hafi ekki látist af völdum morðsprautunnar, heldur af FENTANYL, (virka efnið í því er ÓPÍUM) sem talið er að hafi einnig dregið stjörnurnar Whitney Houston, Michael Jackson og Prince til dauða.
Auðvitað er þessi óþverri ekki bara fáanlegur Íslandi, heldur framleiddur hér líka (Alvogen, Actavis).
Afleiðingarnar má sjá við Konukot, Gistiskýlið við LIndargötu og víðar á hverjum degi.