Bandarísk yfirvöld telja hættu skapast af þyngd rafbíla

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, RafmagnsbílarLeave a Comment

Öryggisáhættan sem stafar af þungum rafknúnum ökutækjum í hvers kyns árekstri við léttari ökutæki hefur þrýst á yfirmann samgönguöryggisráðs Bandaríkjanna að gefa út almenna viðvörun til allra vegfarenda. Frá þessu greindi Breitbart í gær.

F-150 Lightning EV pallbíllinn frá Ford er til að mynda 900 - 1.300 kg þyngri en sprengihreyfilsútgáfa sömu tegundar. Mustang Mach E rafmagnsjeppinn og Volvo XC40 EV, sagði hún, eru um það bil 33 prósent þyngri en bensín hliðstæða þeirra. Rafmagnsútgáfa GMC Hummer vegur rúmlega fjögur tonn, með rafhlöðupakka sem einn og sér vegur 1.300 kg - sem er nokkurn veginn heildarþyngd dæmigerðrar Honda Civic.

„Við verðum að gæta þess að við séum ekki líka að skapa óviljandi afleiðingar: Fleiri dauðsföll á vegum okkar,“ er m.a. haft eftir Jennifer Homendy, embættismanni sem ræddi málið fyrir Samgöngunefnd. „Ekki er hægt að horfa framhjá öryggi, sérstaklega þegar kemur að nýrri samgöngustefnu og nýrri tækni.

Skildu eftir skilaboð