Tælandsprinsessa enn meðvitundarlaus eftir hjartaáfall

frettinErlentLeave a Comment

Bajrakitiyabha prinsessa Taílands hefur verið meðvitundarlaus í rúmar þrjár vikum eftir að hún hneig niður með hjartaáfall, segir í yfirlýsingu hallarinnar um heilsu hinnar 44 ára gömlu krónprinsessu.

Hún er elsta barn Taílandskonungs, Maha Vajiralongkorn, og missti meðvitund 15. desember sl. vegna alvarlegra hjartsláttartruflana sem stöfuðu af bólgu í kjölfar kaldrar lungnabólgu (mycoplasma), samkvæmt yfirlýsingu sem höllin gaf út síðasta laugardag.

„Prinsessan er enn meðvitundarlaus,“ hefur Reuters eftir höllinni.

„Læknar halda áfram að gefa henni lyf og nota búnað til að styðja við starfsemi hjartans, lungun og nýrun ásamt því að nota sýklalyf á meðan þeir fylgjast náið með ástandi hennar,“ sagði þar.

Bajarakitiyabha prinsessa veiktist þegar hún var að undirbúa hunda sína fyrir keppni í norðausturhluta Nakhon Ratchasima héraði, þar sem hún var upphaflega meðhöndluð áður en hún var flutt með þyrlu til Bangkok.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð