Verð á Teslu lækkar um 20% í Evrópu og Bandaríkjunum

frettinErlent1 Comment

Eftir stöðuga hækkun síðustu fimm árin hefur Tesla til­kynnti um að fyr­ir­tækið ætli að lækka verðið umtalsvert á mest seldu bíl­unum um allt að 20% í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um til að mæta auk­inni sam­keppni á raf­bíla­markaði. Tesla hef­ur tvisvar  á síðustu mánuðum lækkað verðið á bíl­um sín­um í Kína.

Ódýrasta rafbíllinn,  3 RWD, hefur lækkað úr $46.990 í $43.990, en 5 sæta Y Long Range lækkaði um 20% úr $65.990 í $52.990. Það þýðir að síðarnefnda tegundin uppfyllir nú skilyrði fyrir $7.500 skattafslátt í Bandaríkjunum, þannig að endanleg verðlækkun verður því $20.500, eða yfir 30 prósent.

Á síðasta ári fram­leiddi Tesla 1,3 millj­ón­ir bif­reiða, eða 40% meira en árið áður.

One Comment on “Verð á Teslu lækkar um 20% í Evrópu og Bandaríkjunum”

  1. Tesla hefur alltaf verið rekið á ríkisstyrkjum og Elon Musk (ríkið) keypti twitter með útblásturs kvótasölu.

Skildu eftir skilaboð