Einar Örn Ásdísarson segir farir sínar ekki sléttar af atviki um borð í vél Icelandair þann 30. desember sl.
Málavextir eru þeir að Einar átti bókað flug frá Keflavík til Alicante á Spáni. Einar býr á Spáni en hafði verið að heimsækja fjölskyldu sína hér á landi yfir jólin.
Einar hafði eins og svo margir farþegar komið við á Loksins barnum og drukkið tvö glös af bjór. Þar hafði hann hitt ömmu sonar síns og þau átt gott spjall.
Sagði við flugfreyjuna að hún væri glæsileg kona
Þegar kom að brottför gengur Einar inn í vélina og sá þar flugfreyju sem hann lýsti sem glæsilegri konu. Einar segist eiga það til að hrósa fólki þegar tilefni er til. Honum er boðið góðan dag af áhöfninni og Einar býður sömuleiðis góðan dag og segir við flugfreyjuna, „mikið ofboðslega ert þú glæsileg kona,“ og við flugþjón sem stendur henni við hlið segir hann „mikið gerir þú búninginn flottan.“ Þau þökkuðu hrósið og brostu. Einar heldur áfram í átt að sæti sínu og sér hjón sem hann kannast við, heilsar þeim og segir við manninn „sæll vinur, þú ert lukkunnar pamfíll með þína fallegu konu þér við hlið, gaman að sjá þig,“ og hélt síðan áfram.
Þegar að sætinu er komið finnur Einar að hann þurfi að létta á sér, sennilega eftir bjórdrykkjuna. Hann spyr flugþjón hvort hann megi fara á salernið að aftanverðu í vélinni þar sem farþegar voru enn að streyma inn í vélina að framan.
Flugþjónninn sagði það ekki vera neitt mál og Einar fór á salernið. Þegar út af salerninu er komið stendur þar erlendur flugvallarstarfsmaður í gulu vesti sem horfir á Einar og segir á ensku: "You have to leave the aircraft now." Einar vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og svaraði: "I don’t understand, why do I have to leave the aircraft?“ Þá svaraði maðurinn þungur á brún: "The decision has been made", eða ákvörðun hefur verið tekin um að þú yfirgefir flugvélina. Einar spyr aftur hvers vegna og hvað hann hafi gert af sér til að vera vísað frá borði og spyr hvort mögulegt væri að fá að tala við íslenskumælandi aðila. Þá svarar starfsmaðurinn því að hann verði að fara tafarlaust úr vélinni, annars muni hann kalla til lögreglu. Einar sagði á ensku: „nei nei það er óþarfi að kalla til lögreglu, ég skal yfirgefa vélina en ég væri þakklátur fyrir að fá að vita hvers vegna.“
Ástæðan var aldrei gefin upp, honum var einungis sagt að búið væri að taka ákvörðun um brottvísun og áhöfnin mæti það sem svo að hann væri ekki í ástandi til að fljúga og að ákvörðunin væri endanleg.
Lögreglan mætti á staðinn
Flugvallarstarfsmenn eða áhöfnin virðast þrátt fyrir þetta hafa hringt á lögreglu sem kom á staðinn. Einar var eðlilega ósáttur með að vera vísað frá borði án ástæðu og fór því fram á að lögreglan myndi taka á honum áfengispróf til að kanna stöðu hans hvað það varðar. Lögreglan tók prófið og mældist Einar með 0.6 prómíl sem er í samræmi við það sem hann hefur sagt, þ.e. að hann hafi drukkið tvo glös af bjór á flugstöðinni. Lögreglan var Einari hjálpleg og fékk engin svör sjálf hvers vegna væri verið að vísa honum frá borði. Einar hafði innritað þrjár töskur sem biðu hans við útganginn.
Missti aðra höndina og glímir við óbærilega taugaverki
Einar varð fyrir því óhappi fyrir rúmum 5 árum að fá blóðeitrun sem varð til þess að hann missti hægri hönd og handlegg að olnboga. Hann hefur síðan glímt við óbærilega taugverki og átti bókað mikilvægt læknisviðtal á Spáni, sem hann missti af vegna atviksins. Einar hefur ekki enn komist til læknisins en vonar að hann fái annan tíma sem fyrst.
Spyr sig hvort um fordóma sé að ræða?
Einar segist spyrja sig að því hvort um fordóma sé að ræða, þá annaðhvort vegna þess að hann sé einhentur eða vegna húðflúrs sem hann er með á hálsinum. „Já ég spyr mig,“ segir Einar hvort þetta séu fordómar eða hvort ekki megi hæla starfsfólki Icelandair, því ekkert kom upp á sem getur réttlætt brottvísunina.
Lögreglan aðstoðaði við kaup á öðrum flugmiða með Play
Eftir að lögreglan tók áfengisprófið á Einari hjálpaði hún honum að kaupa miða með flugfélaginu Play til Madrid í gegnum spjaldtölvu þar sem Einar á erfitt með slík verk eftir að hafa misst aðra höndina og handlegg að hluta. Þegar miðinn hafði verið keyptur sem kostaði um 80 þúsund kr. vildi Einar fara að þjónustuborði Icelandair þar sem hann sá þar flugþjón sem hafði verið um borð vélarinnar þegar honum var vísað út. Einar vildi fá skýringar á því hvers vegna honum var vísað frá borði og einnig óskaði hann eftir endurgreiðslu á flugmiðanum. Flugþjónninn sagði að Einar „liti miklu betur út en áður og nú væri hann í standi til að fljúga.“ Einar svaraði „hvað áttu við, ég er bara nákvæmlega eins og ég var áðan.” Flugþjónninn sagðist ætla að gera "report" á málið og sjá til þess að hann fengi miðann endurgreiddan.
Svör frá Icelandair halda engu vatni
Svörin sem hafa borist frá Icelandair hafa hins vegar gert málið mun verra og alvarlega. Þar er svar á stöðluðu formi um að áhöfn hafi verið nauðbeygð til að vísa Einari frá borði en ekki er gefin upp ástæða, heldur látið að því liggja að málið sé matskennt og sökum öryggisástæðna hafi áhöfnin verið nauðbeygð til að vísa honum út. Jafnframt neitar félagið að bæta Einari tjónið.
Svarið í heild sinni:
Sæll Einar Ásdísarson
Takk fyrir að hafa samband. Athugið að öryggi farþega og áhafnar er ávallt í fyrirrúmi í flugum Icelandair. Samkvæmt upplýsingum frá starfsólki okkar á flugvellinum var ástand þitt og framkoma þess eðlis að starfsólkinu var nauðbeygður einn sá kostur að meina þér um aðgang að fluginu.
Við getum því ekki orðið við neinum beiðnum um bætur eða endurgreiðslur fyrir utan endurgreiðslu á ónotuðum flugvallasköttum fyrir flugmiðann.
Flugstjóri kom hvergi að málinu
Einar, eins og áður segir, fékk engan rökstuðning fyrir brottvísuninni, en hvorki flugþjónar né flugstjóri kom að máli við hann, aðeins erlendur flugvallarstarfsmaður sem skipaði honum að koma sér út. Lögum samkvæmt hefur flugstjóri alræðisvald um borð í vélinni og það er hann sem ákveður hverjir fara frá borði ef nauðsyn krefur.
Málið keimlíkt máli Margrétar Friðriksdóttur
Margrét Friðriksdóttir, sem var vísað frá borði Icelandair vélar sl. haust, fékk samskonar staðlað svar frá félaginu. Atvikið virðist keimlíkt máli Margrétar, sem fékk heldur ekki rökstuðning fyrir brottvísuninni, en þar voru svipaðar skýringar viðhafðar, þ.e. að áhöfnin hefði metið það sem svo að Margrét væri ógn við öryggi farþega og áhafnar. Margrét hafði bent flugfreyjunni á að það væri nóg pláss fyrir handfarangurinn fyrir ofan sætin, sem freyjan hafði sagt ekki vera. Margrét benti einnig grímulausri flugfreyjunni, sem hafði skipað Margréti að vera með grímu, á að ekki væri grímuskylda á Íslandi. Þá benti Margrét flugfreyjunni á að hún væri sjálf ekki með grímu. Margrét setti þó grímu upp þegar henni var afhent ein slík, samkvæmt skipun sem engin lagastoð var fyrir, til að forðast vandræði.
Einar ætlar í mál við Icelandair
Einar Örn segist hafa ráðfært sig við lögmann og muni leita síns réttar og kæra Icelandair. Hann hafi beðið mikið tjón, ekki bara fjárhagslegt, heldur einnig líkamlegt og andlegt. Einar þurfti að ferðast einhentur með þrjár stórar töskur frá Madrid til Alicante í rútu í sex klukkutíma, auk þess sem hann þurfti að greiða fyrir leigubíl og lestarferð til að komast á leiðarenda. Þetta hafi haft mikinn aukakostnað í för með sér og hann verið andlega búinn á því þegar hann loks komst til síns heima.
Icelandair neitar að tjá sig
Blaðamaður hafði samband við Icelandair og óskaði eftir að fá samband við upplýsingafulltrúa félagsins, Guðna Sigurðsson, til að spyrjast fyrir um málið. Þjónustufulltrúi gaf það svar „að honum liði ekki vel með að gefa símann á Guðna en að einhver myndi hafa samband síðar í dag.“ Enginn starfsmaður hringdi til baka og Guðni Sigurðsson svaraði því í tölvupósti síðar „að hann myndi ekki tjá sig um mál einstakra farþega.“
Svarið stemmir þó ekki við mál Margrétar Friðriksdóttur þar sem upplýsingafulltrúinn tjáði sig einmitt um hennar mál og gaf blaðamönnum meiri upplýsingar en Margréti sjálfri og lét að því liggja að Margrét hefði vaðið inn í flugstjórnarklefann sem er rangt samkvæmt Margréti og vitnum um borð.
9 Comments on “Einari Erni vísað úr vél Icelandair: engin ástæða gefin”
Ráðið við þessu er að taka ÖLL SAMSKIPTI við starfsfólk flugfélagsins jafnóðum uppá vídeó í snjallsímanum sínum, alveg frá því komið er að hliðinu, og þar til maður er sestur í sæti sitt og vélin komin á loft.
Eftir það, taka upp minnsta ónæði sem þú verður var frá farþegum í kringum þig, sama hversu ómerkileg sem þau virðast í fyrstu.
Þetta gera nú nánast allir farþegar í flugi í Bandaríkjum, og fara svo strax í mál við félagið þegar þeir lenda í uppákomu eins og þessari.
Auðvitað er það vitavonlaust fyrir innlendum dómstólum (eins og stofnandi Fréttarinnar hefur fengið að kynnast), en ef þetta ömurlega flugfélag er skráð í BNA, þá eru möguleikarnir á (háum) bótum allgóðir.
Fyrir westan hefur tilfellum sem þessum stórfækkað eftir að farþegarnir tóku að bregðast við á þennan hátt.
Góður punktur, en er þetta í alvöru raunveruleikinn í dag. Ég neita að trúa því. Ef svo er þá er það rétt hjá þér að maður þarf greinilega að fara íhuga að vopna sig hljóð og myndupptökutækjum áður maður fer út um hússins dyr. Ég veit það væri búið að vísa fjöldanum af hásettu starfsfólki úr þeirra stöðu og starfi ef ég hefði tekið upp samskipti min við þau. Best að fara að þínum ráðum framvegis, spurning hvort maður sé þá ekki að brjóta eitthver friðhelgislög, persónuverndarlög?
Þetta er ljóslifandi lýsing á því þegar einræðisvald starfsfólks og feminiskar öfgar mæta í vinnuna og dæma kallmenn og þurfa ekkert að skíra út af hverju þær ráðast á þá og brjóta á þeim og valda þeim tjóni sér sjálfum til gleði og ánægju bara afþvíbara.
Ekkert má tjá sig né segja swm karlmaður, ekki hrósa konu né vera mannlegur, ekki vera í góðu skapi ef að kona er nálægt því það er þessum konum ekki að skapi.
Væri það ekki viðeigandi skóli að senda þessi meintu fórnarlömb íslenskra karlmanna til Afganistan og sjá hvernig þær myndu komast þar áfram með sínar árásir öfgar og valdníð gegn karlmönnum.
Ætli þeim myndi ekki skiljast það fljótt þar að þær eru ekki nafli alheimsins né yfirvald og refsarar karlkynsins í heiminum og læra að grjót halda sér saman ?
Þessi einhliða öfga kvenn stefna er til þess gerð að gera vandamál og að traðka á og níðast á karlkyninu konum til meira valds og ánægju.
Öfga frekju feminismi og kúgun er að valda alheims tjóni og sér ekki fyrir endann á því vandamáli.
Stöldrum aðeins við. Atburðarrásin var önnur og starfsfólk flugfélagsins í fullum rétti. Líklega er hægt að afla upplýsinga og finna vitni. Veit um málavexti.
Sigrun, hvað áttu við með að atburðarrásin hafi önnur og að réttur starfsfólks flugfélagsins hafi verið í fullum rétti? Ertu semsagt að segja að ég sé að segja ósatt. Endilega deildu með okkur.
Sigrún, haft var samband við Icelandair og þeim gefinn kostur á að tjá sig áður en fréttin fór í loftið. Enginn var til að svara og enginn hafði samband eins og þjónustufulltrúi félagsins sagði að yrði gert og eins og í fréttinni segir þá sagði Guðni Sigurðsson að hann gæti ekki tjáð sig um málið en ef þú ert með upplýsingar máttu vinsamlega hafa samband, [email protected]
Ágæta Þórdís. Skal standa fyrir orðum mínum í persónulegum pósti. Til þess þarf ég póstfang.
Maðurinn var með kynferðislega áreitni og finnst svo skrítið að honum skyldi vera vísað út. Svona álíka gáfulegt eins og að neita að vera með grímu þegar það er skylda um borð…
Jóhanna Litlidalur, held að þú ættir að skella þér til Afganistan, þú ert greinilega jafn forneskjuleg í hugsun eins og valdhafar þar og myndir eflaust sóma þér vel í kvennabúri þar.