Fylgdardömur mæta á vertíð í Davos

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, WEFLeave a Comment

Mikil eftirspurn er eftir fylgdardömum á þeim fimm dögum sem fundur Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF) fer fram í Davos í Sviss. Frá því greinir meðal annars þýska dagblaðið Bild.

„Fyrirmenni bóka fylgdardömur í hótelsvítur fyrir sig og sína,“ sagði framkvæmdastjóri fylgdarþjónustu við dagblaðið „20 Minuten“, greinir Bild frá.

Bild hafði samband við fylgdardömu að nafni „Liana“, sem greindi frá því að hún tæki 700 evrur á tímann og 2.300 evrur fyrir kvöldið, auk ferðakostnaðar. Hún kvaðst klæðast viðskiptadragt til að „falla betur inn í fjöldann“ á svæðinu.

Eftirspurn eftir vændiskonum er mikil á hverjum einasta efnahagsfundi, er haft eftir framkvæmdastjóra fylgdarþjónustu frá Aargau, í 170 kílómetra fjarlægð. Hún hefur fengið ellefu pantanir og 25 fyrirspurnir hingað til, sagði hún við svissneska dagblaðið „20 Minuten“. Hún gerir ráð fyrir að þær verði talsvert fleiri þegar líður á vikuna.

Ungar ljóskur óskast til starfa á samkomunni

Ennfremur vakti atvinnuauglýsing hjá jobwrk.com fyrir ráðstefnuna hneyksli, en frá því greindi m.a. svissneska blaðið Blick.

Blick vísaði í twitter-færslu fjármálabloggara frá Zürich, @runews, sem hafði tekið skjáskot af auglýsingunni. Auglýst var eftir ófeimnum, ljóshærðum konum á aldrinum 18-26 ára til starfa á ráðstefnu WEF í Davos, fyrir 150 evrur á dag og greiddan ferðakostnað. Auglýsingin var þó ekki beinlínis á vegum skipuleggjenda WEF sem hafa reynt að þvo hendur sínar af henni, heldur fyrirtækis sem tekur þátt í henni, BNL Clean Energy.

author avatar
Erna Ýr Öldudóttir

Skildu eftir skilaboð