Stórsigur fyrir samkynhneigða í Evrópu

frettinDómsmál, ErlentLeave a Comment

Robert Wintemute, prófessor í mannréttindarétti við The Dickson Poon School of Law, skrifaði fyrir hönd LGB Alliance í Bretlandi (systursamtaka Samtakanna 22 – Hagsmunasamtaka Samkynhneigðra) íhlutun þriðja aðila í máli Fedotova og fleirum gegn Rússlandi þar sem fjallað var um að Rússar hefðu ekki leyft samkynhneigðum pörum að skrá sambönd sín samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. 

Í dag, þann 17. janúar 2023 kvað 17 manna stórdeild Mannréttindadómstóls Evrópu upp dóm, með 14 atkvæðum á móti 3 að Rússland yrði að búa til lagaramma fyrir samkynhneigð pör, svipað og lögin um borgaralega staðfestan hjúskap í Bretlandi frá árinu 2004.

Þrátt fyrir að rússnesk stjórnvöld beri lagalega skyldu til að hlíta dómi dómstólsins er ólíklegt að þau geri það. Meginreglan í dómnum mun þó gilda um 16 lönd sem enn eru aðildarríki Evrópuráðsins: Albaníu, Armeníu, Aserbaídsjan, Bosníu og Hersegóvínu, Búlgaríu, Georgíu, Lettland, Litháen, Moldóvu, Norður-Makedóníu, Póllandi, Rúmeníu, Serbíu, Slóvakíu, Tyrklandi og Úkraínu.

Dómstóllinn sagði (málsgreinar 178, 180, 219): „í samræmi við jákvæðar skyldur sínar samkvæmt 8. gr. [virðingu fyrir fjölskyldulífi] [evrópska] mannréttindasáttmálans], ber aðildarríkjunum að leggja fram lagalega ramma sem gerir pörum af sama kyni kleift að fá fullnægjandi viðurkenningu og vernd á sambandi sínu. … [R]viðurkenning og vernd af því tagi veitir slíkum pörum lögmæti og stuðlar að þátttöku þeirra í samfélaginu, óháð kynhneigð. Dómstóllinn leggur áherslu á að lýðræðissamfélag í skilningi sáttmálans hafnar allri stimplun sem byggist á kynhneigð … Ekki er hægt að setja hina meintu neikvæðu, eða jafnvel fjandsamlegu, afstöðu gagnkynhneigðs meirihluta í Rússlandi gegn hagsmunum kærenda. í því að hafa samband sitt viðurkennd og vernduð með lögum.

Það vekur athygli að í síðustu viku komu hómófóbískir transaktívistar í veg fyrir að Prófessor Wintemute gæti flutt erindi í síðustu viku um stöðu réttinda samkynhneigðra, kvenna og barna. Hann var staddur í sínum gamla skóla, McGill háskólann í Montreal í Kanada. Hópur mjög herskárra transaktívista sökuðu hann um að vera að dreifa hatursáróðri, en hann hefur dregið stuðning sinn til baka er varðar lög um kynrænt sjálfræði.

Einnig vekur það athygli að LGB Alliance eru einu samtökin sem skrifuðu íhlutun í þetta mikilvæga mál. Samtök eins og Stonewall, ILGA (sem gefur út hið margumrædda Regnbogakort og sem Samtökin 78 eru aðili að), LGBT Consortium og fleiri létu ekkert heyra í sér.

Prófessor Robert Wintemute

Robert Wintemute

Í samtali við Fréttina sagði Wintemute „að það kæmi sér ekki á óvart enda væru þessu hefðbundnu samtök önnum kafin við að sinna öllum öðrum en samkynhneigðum umbjóðendum sínum.“

Aðspurður hvort hann væri til í að sækja Ísland heim, svaraði hann því játandi.

„Ég er í góðum samskiptum við Samtökin 22 og það er alls ekki ólíklegt að ég flytji erindi á Íslandi á árinu“.  

Skildu eftir skilaboð