Heilbrigðisráð Elko-sýslu, sem er stærsta sýsla Nevada-ríkis og jafnframt ein stærsta sýsla innan Bandaríkjanna (um 45 þúsund ferkílómetrar) kemur saman á miðvikudaginn til að ræða og íhuga þann möguleika að stöðva COVID-19 og inflúensubóluefni í sýslunni.
Ráðið mun einnig íhuga að hætta auglýsingum fyrir COVID-19- og inflúensubóluefni, þar sem beðið er eftir frekari rannsókn og niðurstöðum hæstaréttarmálsins í Flórída sem ætlað er rannsaka rangar aðgerðir í tengslum við COVID-19 bóluefni,“ segir í dagskrá ráðsins.
Í desember fór Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída, fram á að Hæstiréttur Flórída myndi kalla saman kviðdóm til að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir af COVID-19 bóluefnum og til að fá frekari upplýsingar frá lyfjafyrirtækjum. Hæstiréttur samþykkti kröfu DeSantis.
Jon Karr, yfirmaður heilbrigðismála í Elko-sýslu, sagði að hann teldi að þessir dagskrárliðir hefðu aldrei átt að fara á dagskrá og um misskilning væri að ræða. Málið fór á dagskrá eftir að áhyggjufullur borgari talaði um hugsanlegar aukaverkanir af bóluefnum, sagði Karr. Íbúinn benti á rannsókn Hæstaréttar í Flórída á bóluefninu.
„Okkur hefur þegar verið tilkynnt að við höfum ekki heimild til að stöðva bólusetningarnar,“ sagði Karr. „Ég tel að þetta sé bara misskilningur og ég vona að málið falli niður.“
Sýslumaðurinn Delmo Andreozzi sagði við blaðið að stjórnin hefði ekki beint eftirlit með heilbrigðisiðnaðinum, þó hún gæti stjórnað því hvort sýslan sé notuð til að auglýsa bóluefnið.