Vitni tjá sig um mál Einars og Icelandair: „Fordómar Íslendinga eru viðbjóðslegir“

frettinFlugsamgöngur6 Comments

Þau Sandra Björk Gunnarsdóttir og Már Valþórsson tóku til máls á Facebook-síðu Fréttarinnar varðandi Einar Örn Ásdísarson, sem var vísað úr vél Icelandair 30. desember sl frá Keflavík til Alicante á Spáni. Einar fékk enga skýringu á brottvísuninni.  Látið var að því liggja af starfsmönnum félagsins að Einar hefði verið of drukkinn en annað kom í ljós eftir að lögregla tók á honum áfengispróf og lítið áfengi mældist í blóði.

Sandra og Már eru par sem voru einnig í umræddu flugi. Þau höfðu rætt við Einar á flugvellinum á Loksins barnum og ákveðið að taka leigubíl saman þegar til Alicante væri komið. 

Parið er nokkuð harðort í garð Icelandair og vill vara fólk við að fljúga með félaginu og fullyrðir að Einar hafi fengið ósanngjarna og illskeytta meðferð. Þau segja Einar ekki hafa verið drukkinn og ekki sýnt af sér neina hegðun sem réttlætti brottvísun úr vélinni. Þau segja Einar sérlega kurteisan mann sem líður vel með  hrósa fólki. „Það er fallegt og gott mál sem allir ættu  taka sér til fyrirmyndar,“ segir parið. Sandra og Már spyrja sig jafnframt að því hvort um hreina fordóma sé að ræða, þar sem Einar er einhentur og með húðflúr á hálsi. „Það var ekkert í fari eða hegðun Einars sem réttlæti meðferð Icelandair,“ segir parið.

Yfirlýsing þeirra Söndru og Más eru í heild svohljóðandi:

Okkur langar  segja nkl. frá þessu ömurlega atviki þar sem tekið er screenshot af svari okkar hér sem er sjálfsagt en sem er inniheldur bara brot af þessu atviki.

Við sátum við borð með Einari à Loksins bar fyrir flugið þar sem hann drekkur 2 bjóra, það er allt og sumt, enda mældi löggan 0.6 prómill sem passar vid 2 bjóra, og drengurinn svo langt langt langt í frá að vera svo mikið sem kenndur hvað þá drukkinn, Einar er virkilega kurteis maður sem líður vel með ad hrósa öðrum sem honum finnst eiga það skilið sem er bara fallegt og gott mál sem allir ættu  taka sér til fyrirmyndar. Við erum vitni  því þegar starfsmaður segir honum í þrígang  yfirgefa vélina þar sem hann sé of fullur, og maðurinn minn kallaði tvisvar á starfsmanninn til ad spyrja hvernig í ósköpunum hann fengi það út  Einar væri of fullur fyrir flugið. Starfsmaðurinn svaraði honum engu og sagði þá við Einar, þú skalt yfirgefa vélina núna því það væri búið ad taka ákvörðun annars yrði kallað á lögregluna, Einar var edrú, salla rólegur og mjög kurteis allan tímann frá því hann labbaði um borð í vélina og þar til hann yfirgaf hana. Aldrei vottur á veseni né neinu af neinum toga hjá honum. Fordómar Íslendinga eru hreint út sagt viðbjóðslegir og hef ég varað alla í kringum okkur við flugfélaginu Icelandair,  fljúga með þeim eða hafa nein viðskipti við þá. Fordómar vegna þess  hann missir aðra hendina og eða af því  hann er með tattú à hálsinum, ég er með tattú báðum megin á hálsinum hvers vegna var mér ekki vísað út líka? Maður spyr sig.. enn allavega  þá held ég  fólk hér sem er  búa til  hann hafi drukkið of mikið og hafi verið fullur ættu  loka þverrifunni á sér og hætta  búa til og hreinlega ljúga upp á hann í þessari ósanngjörnu meðferð sem hann fékk, algjörlega af tilefnislausu og snúa sér  öðru í lífinu. Við sitjum og stöndum með Einari alla leið í þessu máli þar sem við sáum og heyrðum allt frá A til Ö!! Ég hefði aldrei trúað  svona miklir og ljótir fordómar ásamt illri meðferð á fólki væri hreinlega til, enn jú hún er sko til og meira til, þetta er bara ömurlegt mál sem ég ætla rétt  vona  muni snúa Einari í hag, og það allan daginn og alltaf!

Sandra segir svo í samtali við blaðamann:  „Við vorum vitni  þessu öllu og elsku strákurinn gerði akkúrat ekkert rangt. Maðurinn minn kallaði à starfsmanninn til  segja honum  hann hafi ekkert gert, en það var ekki hlustað à hann. Við erum svo reið yfir þessu  það hálfa væri nóg fyrir hans hönd. Við stöndum með hönum alla leið og gerum allt sem við getum til  fá réttlæti í þetta mál fyrir Einars hönd. Sandra bætti því við að þau muni að sjálfsögðu bera vitni fyrir dómstólum, rati málið þangað.

Meira um málið má lesa hér.

6 Comments on “Vitni tjá sig um mál Einars og Icelandair: „Fordómar Íslendinga eru viðbjóðslegir“”

 1. Ólyktin sem ég finn af þessu flugfélagi eftir tvo atburði af þessu tagi með stuttu millibili, Margrétar og Einars, er sú og er sú að þetta sé EKKI LENGUR íslenskt flugfélag, að erlendir „fjárfestar“ séu búnir að taka þar völdin, að allir helstu stjórnendur séu útlendingar (eða fjarstýri því erlendis frá), en útávið sé látið líta svo út sem svo allt sé óbreytt.

  Þessi viðbrögð voru nefnilega ekki „íslensk“, ef svo má segja.

  Staðreyndin er sú að öll flugfélög að fást við það vandamál, að einn af hverjum fimm (20%) flugfarþegum, eru mjög flughræddir, reyndar alveg skelfingu lostnir, og að eina ráðið fyrir þetta fólk til þess að yfirvinna óttann sé áfengið, og þá talsvert mikið af því.
  Ekkert félag vill hinsvegar eiga það á hættu að missa svo stóran hluta af sínum farþegum úr viðskiptum, þannig að starfsfólk, flugfreyjur og -þjónar, hafa áratugum saman verið þjálfuð í að þekkja óttaeinkennin, og róa niður þá farþega sem koma talsvert rykaðir um borð.

  Ekkert var því til fyrirstöðu í þessu tilfelli:
  Að vísa hafi þurft mikið fötluðum manni frá borði vegna dálítils áfengismagns stenst því enga skoðun.

 2. Hann var ekki kenndur hvad thà fullur eftir thessa 2 bjóra, honum var vísad út vegna vidbjóds fordóma og thad er ljótt virkilega ljótt ad vísa manni út sem gerdi nkl ekkert af sér nema vera kurteisin uppmàlud. Icelandair er ordid skíta flugfélag sorry enn svoleidis er bara stadreyndin, mikid vonum vid ad thetta fari fyrir dómstóla og vid munum svo innilega og sannarlega bera vitni um framkomu starfsmanna Icelandair.

 3. Má kanski geta þess að Einar þessi er margdæmdur glæpamaður, meðal annars fyrir stórfellt fíkniefnasmygl.
  Líklegara að það hafi haft áhrif á að honum var vísað út, ekki útlitið.

 4. @icelandair Tetta er ljótt mál. Takiď nú ábyrgď á þvi og ræďid viď nafni minn.

 5. @Sibbi: ,,Einar þessi er margdæmdur glæpamaður .. líklegra að það hafi haft áhrif á að honum var vísað út..“

  Þú ert nú ljóti spaugarinn, Sibbi.

  Eins og flugfélag geti útdeilt aukalegri refsingu af því farþegi hefur einhverntíma verið dæmdur fyrir glæp?

 6. Thú tharna SIBBI!!, er ekki allt í lagi í hausnum à thér, myndi bara hafa heimsku thverrifuna à thér lokada helst límda,,afhverju mà fólk ekki koma til baka og lifa sínu lífi í fridi fyrir heimsku fólki eins og thér!! Einar er fyrir lifandi löngu búin ad snúa bladinu vid og búin ad taka sína refsingu út! Einar lifir fullkomlega heilbrigdu og fallegu lífi í dag og er thad algjör og thà meina algjör fkn ótharfi ad koma med svona aumt skíta comment sem gerdist fyrir svo mörgum àrum sídan! Ef thú ætlar ad tjà thig eitthvad í framtídinni gerdu thjódinni thà greina of fkn VANDADU HVAD THÚ SEGIR!!!

Skildu eftir skilaboð