Starfsmannastjóri Hvíta hússins sagður hætta störfum á næstu vikum

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Reiknað er með að Ron Klain, starfsmannastjóri Joe Biden forseta, láti af störfum á næstu vikum samkvæmt fjölmörgum fréttum vestanhafs. Hann er sagður hafa upplýst forsetann um málið samkvæmt fréttastofu Reuters.

Brotthvarf Klain mun hafa miklar breytingar í för með sér í Hvíta húsinu, þar sem hann stjórnar dagskrá forsetans og stýrir stefnuskrá hans. New York Times var fyrst með fréttina og sagði Klain líklega hætta eftir hið árlega ávarp forsetans 7. febrúar nk., en nákvæm tímasetning liggur þó ekki fyrir. Menn telja að brotthvarfið gæti tengst „leyniskjölum“ forsetans sem fundust á heimili hans í Wilm­ingt­on í Delaware-ríki.

Klain hefur verið einn helsti aðstoðarmaður Biden í áratugi, fyrst í öldungadeildinni og síðar þegar hann var varaforseti í forsetatíð Barack Obama. Klain var einnig ráðgjafi og ræðuritari í kosningabaráttu Biden árin 1988 og 2008.

Hinn 61 árs gamli starfsmannastjóri var einnig háttsettur aðstoðarmaður Barack Obama í Hvíta húsinu og starfsmannastjóri Al Gore varaforseta.

Ron Klain var leikinn af leikaranum Kevin Spacey í myndinni Recount, sem fjallaði um forsetakosningarnar árið 2000.

BBC.

Skildu eftir skilaboð