Hneyksli og spillingarmál leiða til fjölda uppsagna í Úkraínustjórn

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Fjöldi hátt settra embættismanna hefur ýmist sagt starfi sínu lausu eða verið sagt upp í Úkraínu undanfarna daga vegna hneykslis- og spillingarmála, en frá því greinir rússneska fréttastofan Tass ásamt vestrænum, rússneskum og úkraínskum fjölmiðlum.

Úkraínustjórn hefur einnig gefið út tilskipun um að embættismönnum sé bannað að yfirgefa landið. Enn hafa engar ákærur verið gefnar út.

Aleksey Arestovich, ráðgjafi embættis forseta Úkraínu, sagði af sér 17. janúar sl. eftir að hafa viðurkennt að úkraínsk loftvarnakerfi hafi átt upptökin að harmleiknum í Dnepropetrovsk þegar sprengja féll á stórt fjölbýlishús með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og dó. Staðsetning og notkun loftvarnakerfa í íbúðahverfum er óleyfilegt skv. alþjóðalögum um stríðsglæpi. Hann var gagnrýndur harkalega fyrir hreinskilnina og endaði með að segja af sér.

Innanríkisráðherra Úkraínu Denys Monastyrsky, fórst ásamt aðstoðarinnanríkisráðherranum og ríkisráði í þyrluslysi þann 19. janúar sl. Úkraínsk yfirvöld hafa gefið út að um slys hafi verið að ræða, en sögusagnir eru á reiki um að það tengist innbyrðis átökum vegna spillingarmála sem tengjast eiturlyfja- og vopnasölu.

Hneykslis- og spillingarmál á æðstu stöðum

Alexei Symonenko, aðstoðarsaksóknari, sagði af sér í gær 23. janúar, en hann varð uppvís að því að hafa farið í sólarlandaferð með fjölskylduna í kringum áramótin. Það uppgötvaðist eftir að hann deildi myndum úr fríinu á instagram. Það olli miklu hneyksli á meðal almennings og sagði hann af sér í framhaldinu.

Aðstoðarfélagsmálaráðherra Vitaliy Muzychenko var sagt upp í dag af ráðherranefnd Úkraínu.

Aðstoðarvarnarmálaráðherranum Vyacheslav Shapovalov, var sagt upp fyrir að hafa keypt mat og vistir fyrir herinn á margföldu markaðsverði.

Vitaly Lozinsky, aðstoðarsvæðisþróunar- og innviðaráðherra, var handtekinn 22. janúar vegna gruns um spillingu og síðar rekinn.

Kyrylo Timoshenko, aðstoðaryfirmaður skrifstofu forseta Úkraínu, sagði sjálfviljugur af sér í dag. Á sama tíma greindu úkraínskir ​​fjölmiðlar frá tengslum hans við Lozinsky og grunsemdum um spillingu.

Staðgengill ráðherra svæðisþróunar- og innviða, Ivan Lukerya, tilkynnti einnig um afsögn sína, en einnig Vyacheslav Negoda, aðstoðarráðherra.

Aðrar uppsagnir gætu tengst uppstokkun

Yfirmaður hermála í Dnepropetrovsk Valentin Reznichenko, sagði upp með blessun ríkisstjórnarinnar.

Úkraínskum yfirmönnum héraðanna Zaporozhye og Kherson, Alexander Starukh og Yaroslav Yanushevich, auk yfirmanns Sumy, Dmitry Zhyvitsky, var sagt upp með samkomulagi.

Úkraínskir ​​fjölmiðlar segja alla þessa menn tengda Kyrylo Tymoshenko sem hefur sagt upp störfum.

Yfirmaður Kyiv Oleksiy Kuleba var vikið úr starfi í samræmi við framlagða umsókn. Talið er að hann muni taka við af Tímósjenkó sem staðgengill skrifstofustjóra Úkraínuforseta.

Oleksiy Goncharenko, varaþingmaður, sagði að Vadim Gutzeit, æskulýðs- og íþróttaráðherra, yrði vikið frá störfum á næstunni.

Um orkumálaráðherrann German Galushchenko hefur ákvörðunin ekki enn verið tekin (úkraínskir fjölmiðlar hafa greint frá fyrirhugaðri afsögn hans í nokkra daga). Heldur hefur engin ákvörðun enn verið tekin um afsögn ráðherra iðnaðar, Pavel Ryabikin. Auk þess skrifa úkraínskir fjölmiðlar um hugsanlega uppsögn Denys Shmyhal forsætisráðherra.

Rússar telja að uppsagnirnar komi í framhaldi af heimsókn bandarískra embættismanna. Einnig gætu einhverjir enn munað eftir kosningaloforðum Zelensky um að „uppræta spillingu“ í landinu, sem á þessum tímapunkti virðist vera orðin óbærileg fyrir framgang stríðsins.

author avatar
Erna Ýr Öldudóttir

Skildu eftir skilaboð