Áskrifendum Washington Post hefur fækkað úr 3 milljónum í um 2,5 milljónir frá því í janúar 2021, þegar Donald Trump lét af forsetaembætti, sem er um 20% fækkun á aðeins tveimur árum. The Wall Street Journal sagði frá þessu í desember sl.
Fréttir um fækkun áskrifenda komu í kjölfarið á því að The New York Times greindi fyrst frá því í ágúst síðastliðnum að Washington Post yrði rekið með tapi á árinu 2022. Það var New York Times sem greindi upphaflega frá því að áskrifendum Washington Post hefði fækkað niður fyrir 3 milljónir áskrifenda og að stafrænar auglýsingatekjur hefðu minnkað um 70 milljónir dala, eða um 15%, frá fyrri hluta ársins 2021.
Frétt Wall Street Journal um þessa fækkun kom aðeins nokkrum dögum eftir að Washington Post tilkynnti að blaðið væri að hætta að gefa út sunnudagsblað sitt og hefði jafnframt sagt upp um 10 starfsmönnum.
Fleiri fréttamiðlar hafa fundið fyrir samdrætti eins og CNN, BuzzFeed, Gannett, Vice News og Vox Media sem sögðu allir upp starfsólki á síðasta ári vegna samdráttar.
Orð Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta virðast vera að rætast en árið 2017 sagði hann að „Dagblöð, sjónvarp, hvers kyns fjölmiðlar, myndu gjalda þess ef ég er ekki til staðar, því án mín minnkar áhuginn á þeim.“
Paul Farhi blaðamaður á Washington Post viðurkenndi í mars 2021 að forsetinn fyrrverandi hefði verið sannspár þegar hann sagði: „Varla tveir mánuðir liðnir frá því að Trump hætti og fréttastofur eru sannarlega að missa mikið af áhorfendum og lesendafjölda sem þeir náðu í ringulreiðinni í forsetatíð hans.“
Eigandi Amazon, Jeff Bezos, keypti The Washington Post ári 2013. Blaðið New York Post var með frétt í gær um að Bezos myndi hugsanlega selja The Washington Post og kaupa NFL liðið Washington Commanders. Þessum fréttum hefur The Washington Post sjálft neitað.
Ýmsir netverjar hafa bent á að kaup Bezos á The Washington Post hafi ekki snúist um hagnað heldur að stýra umræðunni (e. narrative) í þjóðfélaginu í gegnum blaðið. Ef blaðið myndi skila hagnaði væri það bara aukabónus fyrir Bezos.