Ardern þarf meiri öryggisgæslu en nokkur annar fráfarandi forsætisráðherra

frettinErlent, Öryggismál, Stjórnmál1 Comment

Fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands, Jacinda Ardern, mun þurfa á meiri öryggisgæslu og vernd að halda en nokkur annar fyrrverandi forsætisráðherra landsins, að sögn stjórnmálafræðings og fyrrverandi leyniþjónustumanns, Paul Buchanan.

„Við skulum byrja á því að segja að kringumstæður hafa breyst verulega frá þeim degi sem John Key hætti,“ sagði Buchanan.

„Öryggisgæsla Ardern, fyrrverandi forsætisráðherra, verður mun meiri en nokkurs annars fyrrum forsætisráðherra landsins – svo um munar.“

Hótanir gegn Ardern eru vel skjalfestar og samkvæmt skráningum hafa þær þrefaldast á milli 2020 og 2022. Um miðjan janúar hóf lögreglan rannsókn eftir að bæklingum með hótunum um að „eyða“ Ardern var dreift í hús á Northland svæðinu.

Að minnsta kosti átta mál sem fela í sér hótanir gegn Ardern hafa ratað inn í dómstólakerfið, þar á meðal mál stofnanda Pākehā-flokksins, David Ruck, sem hélt því fram að hann hefði „rétt til að skjóta forsætisráðherrann“ fyrir landráð og svik.

Buchanan sagði að grimmdin sem beindist að Ardern, og fjöldi hótana, komi frá ýmsum aðilum, þar á meðal andstæðingum bólusetninga og samsæriskenningasmiða.

Heimild.

One Comment on “Ardern þarf meiri öryggisgæslu en nokkur annar fráfarandi forsætisráðherra”

  1. þessi gaur er allgjör nasisti og frábært að hann sé að hætta

Skildu eftir skilaboð