Fjórtán ára fótboltastjarna á Spáni bráðkvödd skömmu eftir æfingu

frettinAndlát, ÍþróttirLeave a Comment

Unglingalandsliðskonan Estrella Martín Rasco lést skyndilega í heimabæ sínum, Ayamonte á Suður-Spáni á miðvikudag, að sögn félags hennar Sporting Club de Huelva. Estrella var fjórtán ára og hefur dánarorsök ekki verið gefin upp.

Samkvæmt fréttum í spænskum fjölmiðlum hafði Estrella verið á hefðbundinni þriðjudagsæfingu skömmu áður en foreldrar hennar fundu hana meðvitundalausa á heimili þeirra á miðvikudaginn.

Sporting Club de Huelva tilkynnti um skyndilegt andlát hennar.

Sporting Club de Huelva harmar andlát Estrella Martín Rasco sem lést í heimabæ sínum, Ayamonte, í morgun. Hún skilur eftir djúpa sorg fyrir fjölskyldu sína, vini og allt félagið,“ segir í yfirlýsingu félagsins.

„Þegar þessar sorglegu fréttir bárust ákvað félagið að fresta æfingum vikunnar fyrir unglingaliðið sem og æfingum eldri flokka. Leikjum neðri flokka í þessari viku hefur einnig verið frestað og sömuleiðis hefur verið beðið um frestun á F-deildarleiknum í Sevilla á morgun,“ bætti félagið við.

Real Madrid og Barcelona eru meðal þeirra félaga sem heiðra minningu Estrellu.

Skildu eftir skilaboð