Nýtt stjórnarfar að fæðast sem byggist á hlýðni við yfirvöld

frettinArnar Þór Jónsson, Pistlar2 Comments

Arnar Þór Jónsson lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins segir í bloggfærslu í dag að hér á landi sé að fæðast nýtt stjórnarfar þar sem áherslan er lögð á hlýðni við yfirvaldið frekar en sjálfræði einstaklinga og þjóða í stjórn sinna mála. 

Lögmaðurinn bendir á að hlutverk stjórnmála sé að stýra þjóðarskútunni með farsælum hætti og „til að varast blindsker og strand er m.a. leitað til vísindamanna.“ Í þessu tilliti hafi vísindin því hlutverki að gegna að upplýsa fólk um aðsteðjandi hættur og veita ráðgjöf um hvernig megi minnka tiltekna hættu. Vísindunum er ekki ætlað að taka öll ráð af fólki, svipta fólk sjálfræði og ofurselja það (kenni)valdinu. 

Arnar tekur dæmi um kóvid-fárið þar sem stjórnarskrárvarin réttindi voru í raun afnumin og íslenska þjóðin færðist frá því að búa í réttarríki yfir í e.k. sóttvarnaríki. „Daglega er þrengt að lýðræðinu með (yfirþjóðlegu) valdboði,“ skrifar Arnar, og „á sama tíma umsnúast vísindin, frá frjálsri sannleiksleit yfir í kreddu sem bannar efasemdir og gagnrýni.“

Að lokum bendir Arnar á að þessi þróun muni halda áfram ef ekki fólkið sýni ekki nægilegt viðnám, og meðan fólk sé hrætt og auðtrúa og standi ekki vörð um stjórnarskrárvarin réttindi sín, hið lýðræðislega stjórnarfar, þrískiptingu ríkisvaldsins, þingræðið og lýðveldisstjórnarformið. „Áfram mun síga á ógæfuhliðina meðan skorið er á tengsl valds og ábyrgðar, meðan fjölmiðlar eru í klappliði stjórnvalda, meðan vísindamönnum leyfist að setja fram ósannaðar kenningar og kalla þær vísindalegar staðreyndir,“ segir Arnar.

Grein Arnars má lesa hér.

2 Comments on “Nýtt stjórnarfar að fæðast sem byggist á hlýðni við yfirvöld”

  1. Fréttin.is mætti taka þetta til sín og hætta að birta greinar af krana þar sem ósannaðar kreddur eru matreiddar sem staðreindir. „meðan vísindamönnum leyfist að setja fram ósannaðar kenningar og kalla þær vísindalegar staðreyndir,“

  2. Fréttamenn Fréttarinnar.is gefa sig ekki út fyrir að vera vísindamenn, Birgir.

    Heldur fréttamenn.

Skildu eftir skilaboð