Eftir Pál Vilhjálmsson kennar og blaðamann:
„Hvað er kyn?“ er yfirskrift veggspjalds sem dreift er í leikskóla til „skýringar fyrir börn, fjölskyldur og kennara.“ Textinn er samansúrruð transhugmyndafræði og tilræði við velferð barna. Meginmáli er skipt í fjórar efnisgreinar með feitletruðu upphafi: Hver ertu?, Líkaminn, Kyntjáning, Ást og skot. Við skulum líta á boðskapinn og notum sömu feitletrun og á veggspjaldinu.
Hver ertu? „Kynvitund segir til um hver við erum og hvernig við upplifum kyn okkar.“
Rangt. Allur þorri manna gengur að kyni sínu vísu. Hjá venjulegu fólki eru kyn og vitund sjálfgefin, líkt og andardrátturinn, sjón og heyrn. Enginn skilgreinir sig út frá frumum líkamans. Aðeins þeir sem kljást við kynbrenglun aðskilja kyn sitt vitundinni. Það er til að renna stoðum undir þau ósannindi að hægt sé að fæðast í röngum líkama. Aðeins veruleikafirrt fólk telur sér trú um þann ómöguleika. Við fæðumst karlkyns eða kvenkyns, meðvitundin kemur ekki aðskilin frá líkamanum. Í örfáum tilvikum er nýburi með óræð kyneinkenni. Það er læknisfræðilegt úrlausnarefni.
Líkaminn. „Við giskum á kyn ungabarna út frá líkömum þeirra. Oftast giskum við á stelpa eða strákur út frá kynfærum barnsins. Líkamar geta þó verið alls konar. Í sumum tilfellum giskum við rétt, í öðrum ekki.“
Rangt. Kyn er ekki ágiskun heldur líffræðileg staðreynd. Líkamar geta ekki verið alls konar; enginn nýburi fæðist fiðraður eða með kalt blóð og tálkn. Örfáir fæðast með fæðingargalla og fá læknismeðferð. Að tala um kyn sem „ágiskun“ er hrein og klár móðgun við heilbrigða skynsemi.
Kyntjáning. „Við notum klæðnað, föt, leikföng, hlutverk og hegðun til þess að sýna fólki kynið okkar.“
Rangt fyrir allan þorra manna. Fólk klæðir sig eftir veðri og tilefni, fer t.d. ekki í jakkafötum á ströndina og ekki í stuttbuxum í jarðaför. Flestir leika ekki annað hlutverk en sig sjálfa, börn þó undantekning, og velja sér leikföng til samræmis við aldur og áhuga - en ekki kyn. Hvað hegðun varðar þá vaknar ekki heilbrigður einstaklingur að morgni og veltir fyrir sér hvernig hann geti þann daginn hegðað sér í samræmi við kyn sitt. Aftur: aðeins þeir sem glíma við kynbrenglun spá í hvort eigin hegðun sé í samræmi við ímyndað kyn. Það er eins hversdagslegt og að draga andann að vera karl eða kona frá fæðingu. Transfólk er vitanlega í annarri stöðu. Enda fær það hjálp heilbrigðiskerfisins að greiða úr flækjunni.
Með boðskap um „kyntjáningu“ er reynt að sá fræjum efa og óvissu í sjálfsmynd barna. Ljótur er boðskapurinn og hann á eftir að versna. Síðasta efnisgrein veggspjaldsins er svona í heild sinni:
Ást og skot. „Þegar við verðum eldri getum við orðið skotin í annarri manneskju. Þessi manneskja getur verið með kynvitund, líkama og/eða kyntjáningu sem er svipuð, ólík eða eins og okkar eigin. Stundum þróast skot í ást.“
Með leyfi, hvernig dettur nokkrum í hug að rómantískar kenndir skuli vera á dagskrá í leikskóla? Hvers vegna er „ást og skot“ til umræðu fyrir börn 2-6 ára? Börn á þessum aldri hafa engar forsendur til að skilja rómantískar tilfinningar. Aðeins fólk með verulega brenglaða hugsun lætur sér til hugar koma að færa í tal við smábarn, sér óskylt, að verða „skotinn“ í einhverjum.
Einn angi transmenningar er barnagirnd. Í Bretlandi eru dæmi um að frammámenn í transumræðunni leggi lag sitt við hópa sem vilja lögleiða barnagirnd. Nýlega var íslensk transkona, trúnaðarmaður í transhreyfingunni, ásökuð um kynferðisbrot gegn börnum. Viðkomandi hafði starfað í grunnskóla og líklega einnig leikskóla.
Kaflinn um „ást og skot“ er skrifaður til að rugla börnin enn frekar í ríminu, gera þau móttækileg fyrir fullorðnum sem þjást af barnagirnd. Á ensku er þetta kallað "grooming". Sá fullorðni brýtur niður varnir barnsins til að gera það að kynlífsleikfangi. Fyrst er hrært í huga barnsins og það látið efast um eigið kyn og hvernig skal „tjá“ kynferði. Látið er í það skína að eðlilegt sé að „ást og skot“ fari fram á milli barns og perra. Af því að við erum „alls konar.“
Veggspjaldið er í heild sinni skelfilegur boðskapur í bland við hindurvitni og rangfærslur. Áður en börn verða fyrir óbætanlegum skaða eiga ábyrgir aðilar að grípa í taumana. Transmenningin á ekki heima í leikskólum.
3 Comments on “Trans í leikskólum”
Farid å alla leikskola og rifid thetta nidur! Strax!
Eda jeg geri thad sjålfUR!
Megi haturs ordrædan thå bitna å mjer sjålfUM!
Algjörlega sammála!!! Burt með þennan hættulega heilaþvott á börnunum okkar!!
Þetta er ógeðslegt!