Tennisstjarnan Novak Djokovic frá Serbíu sigraði á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sigur gegn Stefanos Tsitsipas frá Grikklandi í úrslitaleik í morgun. Þetta er í tíunda sinn sem Djokovic hefur unnið mótið, oftar en nokkur annar..
Hann jafnaði líka met Spánverjans Rafael Nadal yfir flesta sigra á risamótum, sem eru nú 22 hjá Djokovic sem er 35 ára.
Djokovic vann fyrsta sett 6:3, annað 7:4 eftir upphækkun og þriðja 7:5 eftir upphækkun. Djokovic sigraði því 3:0.
Eins og margir muna var Djokovic vísað úr landi í Ástralíu á síðasta ári vegna Covid sprautuskyldu. Djokovic neitaði að fá sprautuna og mátti því ekki taka þátt á síðasta móti.
Með þessum nýjast sigri sá Djokovic til þess að Grikkinn Tsitsipas bíði enn eftir sínum fyrsta sigri á risamóti í tennis, en Djokovic hafði einnig betur í úrslitaleik gegn honum á Opna franska mótinu árið 2021.