Skoski verðlaunakokkurinn Jock Zonfrillo lést skyndilega, 46 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að vera dómari í MasterChef-þáttunum í Ástralíu.
Zonfrillo vann á þekktum veitingastöðum um allan heim áður en hann opnaði sinn eigin stað í Ástralíu. Zonfrillo fannst látinn í húsi í Melbourne þegar lögregla fór þangaði í eftirlit snemma í morgun. Lögreglan í Viktoríu sagði að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.
Andlát hans var staðfest af útvarpsstöðinni Network 10 daginn sem frumsýning á MasterChef-þáttunum fyrir þetta ár áttu að fara í loftið.
BBC sagði frá.