Mikill fólksflótti frá New York fylki í kjölfar heimsfaraldurs

frettinErlentLeave a Comment

Gríðarlegur fólksflótti í kjölfar heimsfaraldursins er valda New York heilmiklu tapi þegar kemur að skatttekjum vegna lægri heildartekna íbúa fylkisins og flótta milljónamæringa frá fylkinu.

Nýútgefin gögn frá skattayfirvöldum í Bandaríkjunum sem Wall Street Journal hefur sagt frá sýna að sýna að í New York fylki hafa skattskyldar heildartekjur lækkað um 24,5 milljarða dala árið 2021 vegna þess að fólk hefur flutt í burtu. Skatttekjur fylkisins hafa þannig lækkað enn meira frá því skattskyldar heildartekjur í fylkinu lækkuðu um 19,5 milljarða dala árið 2020 og 9 milljarða dala árið 2019

„Heildartekjur sem eru skattskyldar í New York lækka vegna þess að fólk er að flytja burt" sagði Andrew Cohen, yfirmaður Eisner Advisory Group, LLC.

Tekjuskattsprósentan fer eftir tekjum og þeir sem eru með hæstu tekjurnar greiða hæstu prósentuna sem er 10,9%, en New York er með hæstu tekjuskattsprósentu í Bandaríkjunum.

„Ég hef fengið mörg símtöl viðskiptavina vegna þessa að þeir vilja fara frá New York til ríkja sem eru með lægri skatta, sérstaklega Flórída“ bætti Cohen við.

New York er ekki eina ríkið sem demókratar stýra þar sem skattskyldar heildartekjur almennings lækka og þar með skatttekjur fylkisins en í Kaliforníu og Illinois lækkuðu skattskyldar tekjur um samanlagt 30 milljarða dala árið 2021.

Skattavænni ríki njóta góðs af fólksflóttanum

Flórída og Texas, sem bæði eru undir stjórn repúblikana, hafa notið góðs af fólksflóttanum vegna skattvænni stefnu.

Í Flórída, sem er ekki með tekjuskatt, jukust heildartekjur íbúa fylkisins um samtals 39,2 milljarða dala árið 2021 og 23,7 milljarða dala árið 2020 og 17,7 milljarða dala árið 2019.

Í Texas sem innheimtir ekki heldur einstaklingstekjuskatt jukust tekjur íbúa fylkisins um milljarða dala árin 2019 til 2021.

Þessi tölfræði er talin traustur mælikvarði á fólksflutningamynstur innan Bandaríkjanna vegna þess að hún gefur til kynna langtíma áætlun um flutning fólks.

Gríðarlegur samdráttur í heildartekjum og þar með skatttekjum í New York og Kaliforníu á heimsfaraldurstímanum rímar við þá misheppnuðu stefnu sem  demókratar hafa rekið gagnvart almenningi í þessum fylkjum þegar kemur að Covid-19 og Fréttin hefur sagt frá.

New York Post sagði frá.

Skildu eftir skilaboð