Covid aðgerðir í New York og Kaliforníu misheppnuðust – Flórída meðal þeirra sem stóðu sig best

frettinErlentLeave a Comment

Samkvæmt nýrri skýrslu þá var árangur Kaliforníu og New York í COVID-19 faraldrinum hvað verstur þrátt fyrir hörðustu aðgerðirnar.

Fyrir utan New York og Kaliforníu, voru New Jersey og Illinois, öll ríki undir forystu demókrata, meðal þeirra sem verst gekk að takast á við COVID-19, segir í rannsókn frá nefndinni To Unleash Prosperity.

„Að leggja niður hagkerfið og skóla voru langstærstu mistökin sem ríkisstjórnar og embættismenn gerðu á meðan á COVID stóð, sérstaklega í bláum (demókrata) ríkjum,“ sagði Stephen Moore, meðstofnandi nefndarinnar við Fox News á mánudaginn og bætti við að ríkin sem stóðu sg verst sbr. skýrsluna voru með hörðustu aðgerðir og takmarkanir í heimsfaraldrinum. „Við vonum að niðurstöður þessarar rannsóknar muni sannfæra bankastjóra um að loka ekki skólum og fyrirtækjum næst þegar upp kemur nýtt veiruafbrigði.“

Ríkisstjóri Kaliforníu, Gavin Newsom, ríkisstjóri Illinois, J.B. Pritzker, og fyrrverandi ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, allir demókratar, stjórnuðu ríkjum sem voru með hæstu dánartíðnina. Þeir uppskáru ofan á það mikið atvinnuleysi og verulegt tap á landsframleiðslu, og þeir héldu skólum sínum lokuðum miklu lengur en næstum öll önnur ríki,“ segir í skýrslunni. Cuomo sagði af sér í ágúst síðastliðnum og í hans stað kom demókratinn Kathy Hochul.

„Rannsóknin staðfestir það sem  aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós, að lokun fyrirtækja, verslana, kirkna, skóla og veitingastaða höfðu nánast engin áhrif á heilbrigðismál í ríkjunum,“ segir í skýrslunni. „Ríki með harðar lokunaraðgerðir náðu alls ekki betri árangri með  COVID-dánartíðni en þau ríki sem voru að mestu opin.

Samkvæmt skýrslunni, sem Fox vitnar í, eru 13 af þeim 15 ríkjum sem stóðu sig best undir stjórn repúblikana. Montana, sem er eitt þessara ríkja, var með demókrata sem ríkisstjóra þar til eftir kosningarnar 2020. Þá tók við repúblikaninn Greg Gianforte.

Utah, Nebraska, Vermont og Flórída, sem öll eru undir stjórn repúblikana, stóðu sig best samkvæmt skýrslunni en það eru ríki sem voru með allt opið og lítið um takmarkanir.  Demókratar eru með meirihluta í efri og neðri deild þingsins í Vermont og kjósendur þar studdu Joe Biden forseta með yfirgnæfandi meirihluta í forsetakosningunum 2020.

Hvað varðar truflun á skólastarfi vegna COVID-19 aðgerða er Kalifornía í 50. sæti og New York í 33. sæti. Bæði ríkin voru með mjög harðar takmarkanir á skólastarfi en koma illa út samkvæmt rannsókninni.

Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu og Andrew Cuomo fyrrverandi ríkisstjóri New York.

Frá því að heimsfaraldurinn hófst hafa ríkisstjórar demókrataríkjanna Kaliforníu og New York fengið mikið lof frá helstu fjölmiðlum og ýmsum þekktum sérfræðingum fyrir viðbrögð þeirra við COVID-19, en embættismenn repúblikanaríkja aftur á móti verið gagnrýndir. Ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, repúblikani, stóð frammi fyrir harðri gagnrýni frá og með 2020 eftir að hann aflétti mörgum COVID-19 takmörkunum í ríkinu.

Skýrslan er skrifuð af hagfræðingi í háskólanum Univeristy of Chicago, Casey Mulligan, Stephen Moore frá The Heritage Foundation og Phil Kerpen sem situr í nefndinni To Unleash Prosperity.

Heimild

Skildu eftir skilaboð