Sænska ríkissjónvarpið SVT segir frá því að ungur einstaklingur í Värmland í Svíþjóð hafi látist þremur vikum eftir Covid-19 bólusetningu. Nákvæmur aldur eða frekar upplýsingar eru ekki gefnar upp.
Á þeim tíma sem bóluefnið var gefið var óljóst hvernig ætti að túlka ráðleggingar varðandi aldurstakmörk, skrifar Birgitta Sahlström embættismaður í Värmland í fréttatilkynningu.
Atvikið hefur verið tilkynnt til heilbrigðiseftirlitsins (IVO) og til Lyfjastofnunar. En þar sem atburðurinn er óvenjulegur og dánarorsök ekki kunn samkvæmt Réttarlæknisfræðistofu ríkisins, er óskað eftir utanaðkomandi rannsókn.