Sjö ára stúlka varð fyrir skelfilegu ofbeldi af hálfu skólafélaga sinna í Reykjanesbæ á laugardags eftirmiðdag. Stúlkan hafði verið með vinkonu sinni að hjóla í Skrúðgarðinum í Keflavík, þegar tveir drengir u.þ.b. 11-12 ára gamlir veittust að stúlkunni og hófu að berja hana ítrekað í höfuðið og víðar um líkamann, sem betur fer var stúlkan með hjálm, annars hefði getað farið mun verr segir Rakel Ösp Sigurðardóttir, móðir hennar.
Rakel tjáði sig um ofbeldið á facebook-síðunni Reykjanesbær gerum góðan bæ betri, þar sem hún segir hún að sjö ára dóttir hennar hafi verið úti að hjóla í Skrúðgarðinum með vinkonu sinni, þangað komu tveir eldri drengir sem hófu að berja stúlkuna og eyðileggja hjólið hennar. Þeir mun hafa elt hana alla leið að Myllubakkaskóla og héldu þar áfram að berja í höfuð hennar.
Samkvæmt lýsingu á drengjunum er um að ræða tvo drengi á aldrinum 11-13 ára, báðir dökkir á hörund og klæddir dökkum fötum þegar árásin átti sér stað. Ekki er vitað hverjir foreldrar drengjanna eru eða nöfn drengjanna, en vitað er að þeir stunda nám í Myllubakkaskóla. Móðirin tók fram í samtali við Fréttina að hún hafi ekkert á móti fólki að erlendum uppruna, heldur er hún aðeins að lýsa útliti drengjanna í þeirri von um að hægt verði að upplýsa málið sem fyrst.
Eftir að hafa sett færsluna inn á hópinn höfðu fleiri foreldrar samband við móðurina og sögðu frá svipaðri reynslu og áhyggjum af ofbeldi umræddra drengja. Til að mynda var ráðist á einhverfan dreng sem var blár og marinn eftir barsmíðarnar.
Þá hafði annað foreldri samband og segir frá því að níu ára sonur hennar hafi verið á ærslabelg og tveir drengir komið og tekið að berja hann. Þeir höfðu síðan hringt í vini sína og í einum grænum voru strákarnir orðnir átta til tíu talsins og héldu þeir áfram að berja þann níu ára.
Fréttin náði tali af Hlyni Jónssyni skólastjóra Myllubakkaskóla, sem svaraði því að skólinn væri kominn með málið inn á borð til sín, en vildi að öðru leyti ekki „tjá sig um einstaka mál.“ Aðspurður hvort hann þekkti uppruna drengjanna eða þjóðerni, sagðist hann ekki gefa það upp og ítrekaði að Myllubakkaskóli væri fjölmenningarskóli og sagði það ekki koma málinu við.
Í desember á síðasta ári fjallaði Fréttin um erlenda menn í Reykjanesbæ sem hafi í nokkurn tíma verið að áreita börn í strætisvögnum bæjarins, en samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum er um að ræða hælisleitendur sem dvelja á Ásbrú og eru tíðir gestir í vögnunum.
Þá náði Fréttin einnig tali af öðrum íbúa Reykjanesbæjar sem býr á Ásbrú. Hann segir að ófremdarástand hafi skapast þarna vegna mikils fjölda hælisleitenda sem eru oftast karlar á aldrinum 20-40 ára, en einstaka börn og konur séu einnig í hópnum en þó að litlum hluta. Maðurinn hefur miklar áhyggjur af ástandinu í bænum og hefur margítrekað reynt að koma sjónarmiðum sínum áleiðis en án árangurs.
3 Comments on “Sjö ára stúlka varð fyrir ofbeldi af eldri skólafélögum í Reykjanesbæ: fleiri börn orðið fyrir barðinu”
Staðreyndin er að flestir sem koma hingað erlendis frá eru að koma hingað í neyð eða flýja eitthvað og í þeim hópi slæðist með óvandað fólk, hafandi sagt það þá kemur sem betur fer eitthvað af góðu fólki hingað og festir rætur. En það þarf klárlega að gera eitthvað meira en að hrúga flóttafólki og pólverjum hingað inn, það þarf að vera einhver þröskuldur og bakrunnsskoðun. En varðandi einelti þá þarf ekki útlendinga í það jobb, yfirleitt eru þetta bláeygðustu krakkarnir sem eru viðbjóðslegasta ofbeldisfólkið, þegar fullorðnir sjá ekki til.
Halda Íslendingar að fólk af erlendum uppruna sé að flykkjast hingað vegna þess að Ísland og Íslendingar séu svo awesome, nei staðreyndin er að hér vill enginn þokkalega normal manneskja búa lengur og fæstir myndu gera það ef það væri auðvelt að hefja nýtt líf í öðru landi.
Ástæðan er sögð sú ( af stjórnmálamönnum ) að bjarga þurfi fólki í neyð. . Stjórnmálamenn hafa ekki áhuga á að bjarga einu eða NEINU, nema samböndum við ríka liðið á bak við tjöldin.