Erlendir menn áreita börn í strætisvögnum í Reykjanesbæ

frettinInnlendarLeave a Comment

Fréttinni bárust upplýsingar þess efnis að erlendir menn hafi í nokkurn tíma verið að áreita börn í strætisvögnum bæjarins, en samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum er um að ræða hælisleitendur sem dvelja á Ásbrú og eru tíðir gestir í vögnunum.

Foreldi eins barnsins setti inn fyrirspurn á vegg fésbókarsíðunnar Reykjanesbær - gerum góðan bæ betri, og er svohljóðandi:

Góðan dag

Okkur langaði að athuga hvort fólk hér í bæ væri vart við það að það eru útlenskir menn að áreita stelpur í strætóum bæjarins? Nú lentu dóttir okkar og vinkona í þessu í dag. Fleiri hafa verið að lenda i þessu og skilst okkur að það sé varað við því að fara í strætó og forðast út af þessu áreiti.

Virkilega slæmt ef börnin geta ekki nýtt strætó til íþróttaiðkunar. Hafa einhverjir hér svipaða sögu að segja?

Nokkrar umræður sköpuðust undir innlegginu þar sem margir foreldrar virðast kannast við málið og ein móðir svarar: „Já dóttir mín lenti í því nýlega. Þeir voru nokkrir saman í hóp að reyna að tala við hana og taka myndir af henni... hún þorir ekki lengur að taka strætó.“

Önnur kona svarar: „Já 13 ára frænka mín og vinkona hennar urðu fyrir því í september síðastliðnum.“

Þá svarar þriðja móðirin: „Já mín stelpa 13 ára hefur lent í þessu. Þorir ekki að taka strætó ein, við búum á Ásbrú en hún er í Myllubakkaskóla svo þegar bróðir hennar fer ekki í skólann þá vill hún ekki taka strætó. Það er hópur sem hangir í strætó og reynir við ungar stelpur. Frænkur hennar lentu einu sinni í því að einn tók simann af henni til að setja númerið sitt í hann og efaðist um að hún væri 14 ára. Þetta er vandamál. Einnig hangir alltaf hópur inn í Nettó og er að blikka stelpur og tala um hvað þær séu sætar. Dóttur minni finnst þetta mjög óþægilegt.“

Ung stúlka tekur þátt í umræðunum og segir: „Já ég og vinkonur mínar urðum fyrir miklu áreiti alltaf af sama manninum sem fann okkur allar á netinu og hringdi ó okkur og allt þangað til við fengum bílpróf höfum ekki látið sjá okkur þar síðan þá.“

Fimmta móðirin svarar: „Það var einn sem var að áreita strákinn minn mjög lengi, í hvert skipti sem hann sá hann, en hann hefur ekki séð hann samt í einhvern tíma núna.“

Fjölmargir aðrir svara í svipuðum tón á þræðinum og virðist því áreiti karlanna vera nokkuð algengt.

Svipaðar umræður urðu árið 2017 en þá greindu fjölmiðlar frá því að ólga væri í Reykjanesbæ vegna hælisleitenda sem voru að kynferðislega áreita barnungar stúlkur í vögnunum og þorðu börnin ekki að ferðast með vögnunum vegna þess. Foreldrar brugðu því á það ráð að sækja börnin í íþróttir eða skólann til að forðast áreitið. Þá greindu Víkurfréttir einnig frá því að ásamt því að áreita börnin þá hefðu hælisleitendurnir einnig gert aðsúg að lögreglu.

Þá greindi ung kona einnig frá áreiti erlendra karlmanna í strætóskýli í júlí 2017,  þar sem hún sagði frá fjórum erlendum mönnum sem hafi reynt að fanga athygli hennar með ógnandi tilburðum, og að einn þeirra hafi gripið í rassinn á henni. Mennirnir héldu áreitinu áfram þegar komið var um borð í strætisvagninn.

Strætó Bs. sendi jafnframt frá sér yfirlýsingu í júlí 2017 þar sem kemur fram að fyrirtækið hafi ákveðið að uppfæra viðbragðsáætlun í kjölfar umfjöllunar um áreiti í strætó, en það er ekki Strætó BS sem sér um rekstur vagnanna í Reykjanesbæ heldur er fyrirtækið Bus4u. Ekki náðist í neinn hjá Bus4u vegna málsins en reynt verður að ná aftur sambandi á mánudag.

Skildu eftir skilaboð