Norður-Karólína bannar ríkisgreiðslur með seðlabankarafeyri (CBDC)

frettinErlent, FjármálLeave a Comment

Fulltrúadeild Norður-Karólínu hefur samhljóða samþykkt frumvarp 690, sem bannar notkun seðlabankarafeyris (CBDC) fyrir greiðslur til ríkisins eða þátttöku ríkisins í prófunum á CBDC í seðlabankaútibúum. Frumvarpið er nú á leið til öldungadeildar ríkisins þar sem búist er við að það verði einnig samþykkt.

Í nýjustu útgáfu frumvarpsins kemur hugtakið seðlabankarafeyrir í stað hugtaksins dulkóðunargjaldmiðill sem er skilgreint sem stafrænn gjaldmiðill, stafrænn skiptimiðill eða stafræn peningaeining og gefið út af Bandaríska Seðlabankanum eða alríkisstofnun.

Þessi nýja útgáfa var sett fram eftir að þingmenn virtust fyrst hafa kynnt frumvarpið ranglega, með hugtökum sem myndu einnig ná yfir rafmyntina Bitcoin. Frumvarpið bannar einnig öllum ríkisstofnun eða almennum dómstólum að samþykkja greiðslur með CBDC og taka þátt í hvaða prófunum sem er á CBDC í útibúum Seðlabankans.

Dan Spuller, framkvæmdastjóri hjá Blockchain Association, útskýrði fyrir tímaritið Bitcoin Magazine hvernig frumvarpið gæti þjónað sem fyrirmynd fyrir önnur ríki, þar á meðal Tennessee og Virginia. Hann lýsti einnig yfir stuðningi sínum við Bitcoin og sagði að „öll frumvörp sem ekki styddu CBDC væru hlynnt Bitcoin." Spuller bætti við að orðalag frumvarpsins miðaði að því að halda hlutunum „nokkuð einföldum, markvissum og skilvirkum“.

Skildu eftir skilaboð