Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur verið fundinn sekur um kynferðisbrot gegn blaðakonunni E. Jean Carroll. Þetta er niðurstaða kviðdóms í New York í einkamáli hennar gegn Trump. Hann var dæmdur til að greiða Carroll fimm milljónir bandaríkjadala.
Hann var ekki fundinn sekur um nauðgun, heldur um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar. Carroll kærði Trump fyrir að hafa nauðgað sér árið 1996 í verslunarmiðstöð í Manhattan.
Trump sagði í samtali við Fox News Digital að hann ætli að áfrýja dómnum og sagðist ekki hafa nokkra einustu hugmynd um hver konan væri auk þess sem hann sagði dóminn svívirðilegan og vera áframhald af mestu pólitísku nornaveiðum í sögunni.
One Comment on “„Hef ekki hugmynd um hver þessi kona er“”
Enda demókrata dómari … þannig það mátti búast við þessu..