Hlutverk bænda í „grænu byltingunni“ er að láta sig hverfa

frettinErlent, Landbúnaður, LoftslagsmálLeave a Comment

Króatíski Evrópuþingmaðurinn, Mislav Kolakusic, sagði í ræðu á ESB þinginu að hlutverk bænda í „grænu byltingunni“ væri að láta sig hverfa.

„Hvers vegna? Vegna þess að þeir eru að trufla hina nýju geðveikislegu hugmyndafræði um fullkomna stjórn yfir mannfólkinu af Evrópusambandinu. Í náinni framtíð verður gervimatur og [þurrkuð] skordýr frá Asíulöndunum það sem verður í boði fyrir almenning. Það verður aðeins ríka fólkið sem mun geta keypt og borðað venjulegar og lífrænt ræktaðar matvörur.

Stríðið gegn bændum hófst í Hollandi, þar sem ríkið vill taka landið af bændunum og færa það byggingariðnaðinum, því landbúnaður á að vera „hættulegur landi og fólki.“ En bændur munu berjast á móti, bæði í Króatíu og öðrum ESB löndum, sagði króatíski þingmaðurinn.

Hér má hlusta á Kolakusic í þinginu:

Skildu eftir skilaboð