Ofanísýking algeng dánarorsök hjá Covid-sjúklingum sem voru í öndunarvél

frettinErlent, RannsóknLeave a Comment

Ofanísýking í kringum lungnabólgu var hin raunverulega ástæða dauðsfalla hjá mörgum COVID-19 sjúklingum sem settir voru í öndunarvél. Þetta kemur fram í  nýrri rannsókn sem birtist í tímaritinu Journal of Clinical Investigation. Ofanísýking verður til þegar bakteríusýking kemur ofan í veirusýkingu. 

Vísindamenn við Northwestern háskólann í Illinois skoðuðu gögn 585 sjúklinga sem settir voru í öndunarvél með alvarlega lungnabólgu og öndunarfærabilun. Af þessum 585 voru 190 með COVID-19. Sjúklingarnir höfðu verið á gjörgæsludeild Northwestern Memorial sjúkrahússins.

Vísindamennirnir komust að því að næstum helmingur COVID-19 sjúklinganna í rannsókninni sem settir voru í öndunarvél þróuðu með sér lungnabólgu af völdum ofanísýkingar eftir að hafa fengið sýkingu í efri öndunarveg af völdum SARS-CoV-2 veirunnar.

Ástandið kallast öndunarvélatengd lungnabólga (Ventilator-Associated Pneumonia - VAP) í rannsókninni. Samband var á milli VAP-sjúklinga sem ekki fengu árangursríka meðferð við ofanísýkingu og hærri dánartíðni.

Rannsóknarhöfundar komust að því að dánartíðnin var hærri hjá VAP-sjúklingum ef þeir höfðu ekki fengið árangursríka meðferð við ofanísýkingu, samanborið við þá sem fengu árangursríka meðferð. Það var 76,4% hærri dánartíðni í fyrrnefnda hópnum samanborið við 17,6% í þeim síðari.

Þeir komust einnig að þeirri niðurstöðu að því hlutfallslega lengri tími sem sjúklingar með COVID-19 dvelja á gjörgæsludeild, fyrst og fremst vegna langvarandi öndunarfærabilunar, þeim mun meiri er hættan á að þróa með sér VAP.

Mikilvægt að meðhöndla lungnabólgu af völdum baktería

Einn vísindamannanna, Dr. Benjamin Singer, sagði að rannsóknin undirstriki mikilvægi þess að koma í veg fyrir ofanísýkingu, leita eftir þeim og veita sterka meðferð gegn henni, í lífshættulega veikum sjúklingum sem eru með alvarlega lungnabólgu, þar á meðal þeim sem eru með COVID-19.

„Þeir sem voru læknaðir af ofanísýkingu voru líklegri til að lifa en þeir sem ekki fengu lækningu við sýkingunni. „Gögn okkar bentu til þess að dánartíðni tengd veirunni sjálfri væri tiltölulega lág, en aðrir þættir sem koma til á gjörgæslunni, eins og ofanísýkingar, hækkuðu dánartíðnina.“

Singer sagði einnig að COVID-19 sjúklingarnir í rannsókninni sýndu engar vísbendingar um boðefnafár (cytokine storm), en hugtakið merkir yfirþyrmandi bólgu sem veldur líffærabilun í lungum, nýrum, heila og öðrum líffærum.

Ef svo væri, ef slíkt boðefnafár væri meginástæða langs dvalartíma hjá sjúklingum með COVID-19, þá myndum við sjá tíð umskipti yfir í ástand sem einkennist af fjöllíffærabilun. Það var hins vegar ekki það sem við sáum, sagði Singer.

Meðhöfundur rannsóknarinnar, Dr. Richard Wunderink, sagði í yfirlýsingu að ofanísýking í lungum sem meðorsök dauðsfalla hjá COVID-19 sjúklingum hafi verið vanmetin vegna þess að flestar heilbrigðisstofnanir hafi ekki leitað eftir sýkingunni, eða aðeins litið til þess hvort ofanísýkingin hafi verið til staðar en ekki hvort meðferð við henni hafi borið árangur.

The Epoch Times sagði frá.

Skildu eftir skilaboð