Oklahoma bannar ríkisviðskipti við BlackRock og fleiri vegna ESG stefnu

frettinErlent, ViðskiptiLeave a Comment

Fjármálaráðuneyti  Oklahoma ríkis í Bandaríkjunum hefur tilkynnt að ríkið muni útiloka 13 meiriháttar fjármálastofnanir, þar á meðal BlackRock, J.P. Morgan, og Bank of America, frá því að eiga viðskipti við ríkið vegna viðskiptabanns þeirra á orkufyrirtæki í nafni svokallaðrar ESG stefnu (UFS á íslensku); umhverfis, félagslegir þættir og stjórnarhættir.

Á síðasta ári setti Oklahoma lög sem skylda ríkið til að losa sig við fyrirtæki sem sniðganga jarðefnaeldsneyti og í kjölfarið sendi fjármálaráðuneytið fyrirspurnir til allra helstu fyrirtækja heims varðandi það hvaða tileinkuðu sér þesskonar konar starfshætti.

Þann 3. maí tilkynnti ráðuneytið að tæplega 160 fjármálastofnanir hafi brugðist við og miðað við svör þeirra fara 13 þeirra á lista yfir „bönnuð fyrirtæki“: BlackRock, Inc., Wells Fargo & Co., J.P. Morgan Chase & Co., Bank of America, State Street Corp., GCM Grosvenor, Lexington Partners, FirstMark Fund Partners, StepStone VC Global Partners, WCM Investment Management, William Blair, Actis og Climate First Bank.

Önnur fyrirtæki gætu bæst við eða verið fjarlægð af listanum á 90 daga fresti.

„Það er nauðsynlegt fyrir okkur að vinna með fjármálastofnunum sem einbeita sér að frjálsum markaði og eru ekki bundin félagslegum markmiðum sem ganga framar skuldbindingum þeirra,“ sagði fjármálaráðherra Oklahoma, Todd Russ.

Nítján ríki; Alabama, Alaska, Arkansas, Flórída, Georgia, Idaho, Iowa, Mississippi, Missouri, Montana, Nebraska, New Hampshire, Norður-Dakóta, Oklahoma, Suður-Dakóta, Tennessee, Utah, Vestur-Virginía og Wyoming, hafa myndað bandalag og samþykkt sameiginlega að sniðganga ESG staðla með ýmsum hætti.

Lesa nánar.

Skildu eftir skilaboð