Breski þingmaðurinn Andrew Bridgen tilkynnti í síðustu viku að hann sé genginn til liðs við Reclaim flokkinn eftir að hafa verið rekinn úr Íhaldsflokknum fyrir að „bera saman Covid bóluefni og helförina“, segir í The Guardian.
Reclaim flokkurinn er hægri sinnaður stjórnmálaflokkur í Bretlandi og var stofnaður árið 2020 af breska leikaranum og pólitíska aðgerðarsinnanum Laurence Fox, með stuðningi frá fjárfestinum, og einum ríkasta manni Bretlands, Jeremy Hosking.
Það sem Bridgen sagði nákvæmlega og er sögð vera ástæða brottreksturs hans úr Íhaldsflokknum var svohljóðandi: „Eins og einn sérfræðingur í hjartalækningum sagði við mig, þá er þetta stærsti glæpur frá því að helförin átti sér stað.“
Bridgen er þar með fyrsti þingmaður Reclaim flokksins sem situr breska þinginu. Bridgen sagði að sér hefði liðið eins og fanga þegar hann var enn í Íhaldsflokknum sem fer með stjórn mála í Bretlandi.
„Nú hef ég endurheimt frelsi mitt,“ sagði hann og spáði því að aðrir þingmenn myndu feta í hans fótspor og ganga til liðs við flokkinn. „Þetta er bara byrjunin,“ sagði hann.
Hann upplýsti einnig að hann hefði höfðað meiðyrðamál á hendur fyrrum heilbrigisráðherranum, Matt Hancock fyrir hæstarétti, sem felur í sér tíst þar sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra sakaði Bridgen um að hafa verið að dreifa „gyðingahatri, andstöðu við bólusetningar og and-vísindalegar samsæriskenningar“ vegna Covdi bóluefnisins.