Miðbær Reykjavíkur eins og hernumið svæði

frettinInnlent, Leiðtogafundur2 Comments

Sveinbjörn Hjörleifsson skrifaði færslu inn á facebook-hópinn Sósíalistaflokkur Íslands í gær og lýsti því þannig að miðbær Reykjavíkur liti út eins og hernumið svæði, stálgirðingar alls staðar, þungvopnaðir lögregluþjónar á götuhornum og fátt um almenna borgara, sem gengu flóttalegir í gegn.

Sveinbjörn segir stemninguna hafa verið þrúgandi og óviðkunnalega og sagði að hann gerði sér ljóst að einhvers konar öryggisgæsla væri  nauðsynleg þegar kæmi að svona viðburðum. „En þegar hún er komin upp á þetta stig þjónar hún öðrum tilgangi. Þetta er til að sýna okkur öllum hverjir ráða og hverjir eru mikilvægir,“ sagði hann.

Hann sagði líka að hann teldi að í auknum mæli væri þetta sambandið sem valdhafar vilja eiga við almenning. „Mikið af þessu fólki sem er að koma hingað er ekki beinlínis vinsælt heima fyrir. Ursula von der Leyen til dæmis hrökklaðist úr embætti í Þýskalandi með skít og skömm. En hvað um það. Kapítalísk alþjóða batterý eins og Evrópusambandið og fleiri hafa í raun endurvakið hið guðdómlega vald konunga. Svo allir spilltir og/eða vanhæfir pólitíkusar geta hrúgast þarna inn og stóraukið völd sín án þess að almenningur hafi nokkuð um það að segja. Ekkert af þessu er eðlilegt og við ættum ekki að láta eins og það sé það.“

Færslu Sveinbjarnar sem er opin inn á hópnum má sjá hér:

2 Comments on “Miðbær Reykjavíkur eins og hernumið svæði”

  1. Gott að fá umtal um þetta. En Sósíalistar lifa á því að gera grílu úr Kapitali, ekkert líkt með Konungi og Kapitali. Það er engin stóryðja sem nær fram án aðkomu ríkis, það er ekki kapital. Frekar nær fasistum (samstarf ríkis og stórfyrirtækja). Hinn sanni frjálsi markaður án aðkomu ríkis er kapital. Bóndinn, bakarinn, slátrarinn o.s.fr.

Skildu eftir skilaboð