Fyrrum fréttakona hjá kanadísku ríkissjónvarps- og útvarpsstöðinni CBC í Winnipeg, Marianne Klowak, gaf í vikunni skýrslu fyrir kanadísku rannsóknarnefndinni National Citizen's Inquiry (NCI). Þar segir Klowak að CBC hafi svikið almenning í COVID, brugðist trausti áhorfenda, ýtt undir áróður og hætt að segja sannleikann. Fréttamenn voru látnir loka á alla sanngjarna umfjöllun, t.d. um skaðsemi lokunaraðgerða og bóluefnanna.
Klowak sem hafði starfað hjá CBC í 34 ár, meðal annars sem rannsóknarblaðamaður, segist aldrei hafa fyrr hafa verið ritskoðuð, en að reglur stöðvarinnar hafi breyst á einni nóttu þegar COVID skall á. „Breytingin var svo ör að mig svimaði,“ sagði hún. Fréttamönnum var allt í einu ekki lengur leyft að fjalla um sögur sem fóru gegn hinni opinberu og ríkjandi frásögn um COVID. „Í stað þess vorum við látin ýta undir áróður, og það var aðeins rætt við ákveðna lækna og sérfræðinga og þeir sérfræðingar sagðir hættulegir sem töluðu um aðrar hliðar málsins, burt séð frá starfsferli þeirra, menntun og sérþekkingu.
„Ég veit sem starfsmaður ríkisfjölmiðils að fólkið reiknar með því að við segjum þeim sannleikann en þarna hættum við því,“ sagði Klowak.
Samkvæmt Klowak lokuðu t.d. ritstjórar CBC á sögur sem fjölluðu um hin útbreiddu mótmæli gegn skyldubólusetningum og aukaverkunum af bóluefnunum, sem læknar höfðu greint frá.
„Á mjög skömmum tíma varð ég vitni að hruni blaðamennskunnar, fréttaöflunnar, rannsóknarblaðamennsku – og eins og ég sá þetta, þá vorum við í raun að flytja áróður,“ sagði hún.
„Ekki aðeins lokuðum við á aðra hliðar málsins með því að þagga niður og ófrægja alla sem fóru gegn opinberu frásögninni, heldur höfðum við einnig tilnefnt okkur sjálf sem verði sannleikans. Við trúðum því ekki lengur að áhorfendur okkar væru færir um að hugsa sjálfir.“
Klowak tók sem dæmi að ritstjórar CBS tóku eina af fréttum hennar um konu sem þjáðist af bóluefnaskaða eftir COVID sprautur og „sótthreinsuðu“ hana.
„Þetta átti bara að vera bein frásögn einhvers sem varð fyrir aukaverkunum og það var ekki okkar að gera lítið úr því. Í staðinn, eins og ég sá þetta, var búið að jarða frásögn hennar í áliti sérfræðinga og heilbrigðisyfirvalda og tölfræði þeirra, sem „sótthreinsuðu,“ frásögn konunnar, sagði Klowak.
Hér má hlusta á skýrslutöku fyrrum fréttakonunnar.
2 Comments on “Fyrrum fréttakona CBC segir blaðamennsku hafa hrunið í COVID: „við fluttum áróður“”
,,brotið traust áhorfenda“ = brugðist trausti áhorfenda
Og frétta menn tóku þátt í þessu að ljúga að fólki,,mér finnst svona vinnibrögð hjá frétta fólki ræfildómur……