Akureyrarkirkja heldur námskeið fyrir „hinsegin börn“

frettinEldur Ísidór, Hinsegin málefniLeave a Comment

Eftir Eld Ísidór:

Akureyrarkirkja auglýsir á vef sínum „litríkt námskeið“ fyrir hinsegin krakka í 8.-10. bekk grunnskóla með aflar litríkri glæru í öllum regnbogans litum.  Á námskeiðinu eiga að vera skemmtilegir leikir, bæði úti og inni. Fræðsla, spjall og listaverkasköpun. 

Þegar ég sá þessa auglýsingu datt mér fyrst í hug frasinn: "If you cant beat them, join them" eða ef þú getur ekki sigrað þá, gakktu til liðs við þá.

En við hverja er kirkjan hér að ganga til liðs við? Erum við að sjá samruna Siðmenntar og Þjóðkirkjunnar á næsta áratug eða er Þjóðkirkjan að berjast fyrir tilveru sinni í 21. aldar manískri merkimiðapólitík?

Það er rétt að börn í 8. bekk fá að fermast í kirkjunni og teljast nógu fullorðin til að játa trú sína fyrir Guði og mönnum. Hinsvegar gerist það ekki alveg hjálparlaust, því það er tælandi að fá að halda stóra veislur, fá veglegar gjafir og athygli fullorðna fólksins í heilann dag. 

En hvaða skilaboð er Akureyrarkirkja að senda sóknarbörnum sínum hérna - Námskeið fyrir „hinsegin börn“?

Af hverju er kirkjan að draga 13-15 ára börn á Akureyri í þessa dilka? Af hverju er námskeiðið ætlað „hinsegin“ börnum. Eru börn ekki bara börn? Ættu ekki öll börn að vera velkomin á þetta námskeið? Af hverju þessi aðgreining?

Sjálfur er ég samkynhneigður maður, sem glímdi við kynama á þessum aldri. Og þess vegna sé ég rauðu flöggin blakta í tugatali beint fyrir framan mig.  Börn á þessum aldri eru mjög áhrifagjörn, óörugg með sjálf sig og þurfa strúktur og trausta handleiðslu fullorðna fólksins.

Hvað er kirkjan að gera með þessu? Hvert er markmið hennar með þessu? Áður fyrr hefði manni kannski dottið í bælingarmeðferðir, en hvað er þetta nú? Hvatningarmeðferðir? Hvatningarnámskeið? 

Hefði mér verið beint á braut þar sem kynami minn hefði verið afgerandi faktor,  sem 13 ára unglingur, þá hefði það haft skelfilegar afleiðingar fyrir mig sem ég þori vart að hugsa náið út í. Það er einfaldlega of sárt í ljósi þess að ég þekki orðið margt fólk sem var ekki eins heppið og ég að fá frið til að glíma við kynþroskann á eðlilegan hátt, án inngripa aktívista og lyfjagjafa.

Þetta eru tælingaraðferðir. Þær eru ekki skömminni skárri en bælingarmeðferðir.

 Höfundur er formaður Samtakanna 22 – Hagsmunasamtaka Samkynhneigðra

Skildu eftir skilaboð