Á síðunni Heimsfréttir er að finna eftirfarandi frétt:
Bandarískir ráðamenn eru að búa sig undir að Úkraínustríðið verði að frosnum átökum (eins og í Kóreu). Bandaríkin búast ekki við því að gagnsókn Úkraínu muni ná árangri:
POLITICO greinir frá því að ríkisstjórn Biden sé að búa sig undir að stríðið í Úkraínu muni breytast í frosin átök til margra ára eða jafnvel áratuga, svipað og ástandið á Kóreuskaga.
Bandarískir ráðamenn hafa verið að ræða möguleikann á því að frysta átökin og hvar eigi að draga línurnar. Í greininni segir að hugmyndin um frosin átök gæti verið „pólitískt ásættanleg langtíma-niðurstaða“.
Biden-stjórnin er að íhuga þennan möguleika vegna þess að ekki er búist við því að Úkraína muni ná að endurheimta mikið landsvæði í langþráðri gagnsókn sinni. Samkvæmt POLITICO búast Bandaríkin við að gagnsóknin „muni ekki verða banvænt högg fyrir Rússland.“
POLITICO hefur það frá nafnlausum heimildamanni að Biden-stjórnin sé að undirbúa hernaðarstuðning til Úkraínu til langs tíma, hvort sem átökin verða frosin eða ekki. „Við erum að skipuleggja til langs tíma, hvort sem átökin eru frosin eða ekki“, sagði embættismaðurinn við POLITICO.
Sá langtímastuðningur myndi fela í sér að halda áfram að senda vopn til Úkraínu og reyna að gera her landsins samhæfðari við NATO (inter-operability). Sum NATO-ríki leitast við að færa stöðu Úkraínu innan bandalagsins upp um þrep. Bandaríkin og NATO-ríki í Vestur-Evrópu eru treg til að gefa Kyiv áþreifanlega leið að aðild, en búist er við nokkrum nýjum öryggistryggingum í framtíðinni.
Samkvæmt POLITICO gætu nýjar öryggistryggingar fyrir Úkraínu verið allt frá „samningi um gagnkvæma vörn að hætti 5. greinar NATO“ yfir í vopnasamninga að hætti þeirra sem Bandaríkin hafa gert við Ísrael. Það myndi að minnsta kosti fela í sér að NATO myndi halda áfram vopnasendingum til Úkraínu og stunda sameiginlega þjálfun með úkraínska hernum.
Þar sem ein helsta ástæða Rússa fyrir innrásinni var aðild Úkraínu að NATO, og helsta krafa þeirra í samningaviðræðum á fyrstu dögum stríðsins var hlutleysi Úkraínu, eru fryst átök (sem fela í sér að NATO haldi áfram að senda vopn til Kyiv) líklega ekki viðunandi fyrir stjórnvöld í Moskvu.
Þrátt fyrir að rússneskir embættismenn hafi lýst því yfir að þeir séu opnir fyrir friðarviðræðum, þá hafa Kremlverjar einnig sagt að þeir telji að markmiðum Rússa verði aðeins náð á vígvellinum.
Ef átökin verða frosin útfrá núverandi víglínu, þá myndi Úkraína tapa umtalsvert meira landsvæði heldur en samið var um við Moskvu skömmu eftir innrásina (í mars-apríl í fyrra). En Bandaríkin og bandamenn þeirra beittu sér gegn þeim friðarviðræðum í þeirri samningalotu, og Biden-stjórnin sýnir enn engan áhuga á að leitast eftir diplómatískum lausnum á átökunum.
One Comment on “Biden-stjórnin býr sig undir „frosin“ átök í Úkraínustríðinu”
Er það ekki Blackrock sem ákveður hvar línan verður ákveðin.. Eiga nú þegar 30% af Ukraníu. Líklega allt fyrirfram planað.. það er ekkert sem sýnist rétt allt twisted tol að afleiða fólkið.