Heimsfréttir greina frá eftirfarandi frétt:
Sérfræðingar í varnarmálum segja að Vesturlönd eru farin að klára vopnabirgðir sínar eftir að hafa sent mikið magn af vopnum til Úkraínu, og geta ekki haldið áfram að senda vopn nógu hratt til að halda í við þarfir Úkraínuhers, sérstaklega fyrir komandi vorsókn þeirra.
Þetta segja sérfræðingar í varnarmálum í viðtali við Washington Post:
Helstu punktar:
• Þar sem þau hafa einnig verið að ganga á og tæma eigin vopnabirgðir, þá hefur það skaðað stríðsátök þeirra í Úkraínu.
Bandamenn Úkraínu á Vesturlöndum eiga við svokallaðan skotfæravanda að etja („ammo problem“).
Þeir standa frammi fyrir minnkandi vopnabirgðum og geta ekki framleitt skotfæri nógu hratt til að styðja við metnað Kyiv um að hefja gagnsókn gegn rússneska hernum, að sögn Washington Post.
Varnarmálasérfræðingar sögðu í samtali við Washington Post að margir af NATO samstarfsaðilum Úkraínu - sérstaklega Evrópuþjóðir - hafa ekki virkjað varnariðnað sinn til að mæta þörfum á vígvellinum fyrir stórskotalið, skriðdreka, loftvarnakerfi og skotfæri.
Nú gætu tilraunir þeirra til að auka loksins við vopnaframleiðslugetu sína verið of seinar.
„Þú þarft ekki að vera einhver snillingur til að átta þig á að Evrópulönd eru frekar sein í því að ætla núna að leggja miklar fjárfestingar í framleiðslu á skotfærum fyrir stórskotalið, þegar 13 mánuðir eru liðnir af stríðinu“, sagði einn sérfræðingurinn í samtali við Washington Post.
Undanfarna mánuði hafa Vesturlönd heitið því að senda fleiri vopn á meðan Úkraína hefur verið að tæma sínar gömlu vopnabirgðir frá sovéttímanum. Í janúar samþykkti Þýskaland að senda sína Leopard skriðdreka til Úkraínu, og síðan ákváðu Bandaríkjamenn að senda sína Abrams skriðdreka.
En Þjóðverjar og Bandaríkjamenn voru tregir til að taka þessar ákvarðanir, eftir að hafa ítrekað hafnað beiðnum Kyiv um að senda slíka skriðdreka og háþróuð vopn. Og það mun taka marga mánuði, ef ekki heilt ár, fyrir þessa skriðdreka að vera gerðir tilbúnir fyrir orrustu á vígvellinum (m.a. vegna þess að það tekur svo langan tíma að þjálfa áhafnir á þessi tæki, þar sem úkraínski herinn er vanur allt öðruvísi sovésk-rússneskum skriðdrekum).
Sumir sérfræðingar sögðu WashingtonPost að það hafi verið ljóst snemma á dögum innrásar Rússa, að þetta stríð myndi standa yfir lengur en nokkur hafði upphaflega gert ráð fyrir. Þessi skilningur, segja þeir, hefði átt að hvetja vestræna leiðtoga til að byrja að fjárfesta í aukinni vopnaframleiðslu mun fyrr, í stað þess að ganga á og tæma eigin birgðir (eins og þeir hafa nú gert).
„Þeir eru að uppgötva núna að þetta stríð mun vara í svo langan tíma að þeir hefðu þurft að fjárfesta í sínum iðnaði og framleiðslugetu til að gera þessar vopnasendingar sjálfbærar“, sagði einn sérfræðingurinn. „Staðreyndin er sú að þetta var augljóst strax í apríl á síðasta ári, en samt sátu menn hjá og biðu með þetta þar til það var orðið of seint.
Núna, þegar Úkraína heldur áfram að vega og meta hvenær eigi að hefja langþráða gagnsókn sína, er óljóst hversu árangursrík hún verður.
One Comment on “Vopnabirgðir Vesturlanda að klárast”
Það mun ekki skorta vopn í Ukraínu á meðan einhver nenir að berjast. Ég trúi ekki að hergagna framleiðendur láti nokkurn líða skort á meðan menn geta borgað. Flest stríð enda þegar peníngurinn er búinn.