Tyrkneskt einvígi – einar mikilvægustu kosningar í 100 ára sögu tyrkneska lýðveldisins

frettinErlent, Haukur Hauksson, KosningarLeave a Comment

Haukur Hauksson skrifar:

Sunnudaginn 28. maí fer fram önnur umferð forsetakosninga í Tyrklandi, þá heldur áfram einvígi sitjandi núverandi forseta Recep Tayyp Erdoğans sem hefur verið forseti í 20 ár og fulltrúa stjórnarandstöðunnar Kemals Kılıçdaroğlu. Í kosningunum 14. maí náði hvorugur frambjóðandi meirihluta, þ.e. 50 % + 1 atkvæði, til að verða réttkjörinn í fyrstu umferð.

Úrslit urðu: Erdogan 49,52 %; Kemal 44,88 % - jafnara gat það vart verið.

Recep Tayyp Erdoğan, er 12. forseti Tyrklands.

Kemal Kılıçdaroğlu, fulltrúi stjórnarandstöðunnar

Til stóð að kosningarnar yrðu 18. júní en þeim var flýtt um mánuð vegna prófa í skólum landsins og „Hadds" pílagrímafara til Mekka í Sádi-Arabíu.

Kjörtímabil forseta Tyrklands er 5 ár og 64 milljónir eru á kjörskrá  60,9 í Tyrklandi og 3,2 erlendis; að mestu eru það milljónirnar í Evrópu sem haldið hafa tyrkneskum ríkisborgararétti.

Tyrkland skiptist í 81 hérað „íl". Hér má sjá úrslit kosninganna 14. maí. Athygli vekur að Kemal er aðeins sterkari í stærstu borgum landsins, Ístanbúl og Ankara; vestast og syðst (túristasvæðin) einnig í Kúrdahéruðum A-Tyrklands. Erdogan vinsælli í sveitum landsins og til fjalla.

Mikilvægar kosningar

Sérfræðingar eru sammála um að kosningarnar nú séu einar þær mikilvægustu í nútímasögu Tyrklands en lýðveldið var stofnað 1923. Tekist er á um stöðu landsins á alþjóðavettvangi og samskipti við önnur lönd. Erdogan stefnir á það sem hann kallar „áframhaldandi stjálfstæða utanríkisstefnu" sem hann segir hafa verið Tyrklandi til góðs. Má þar nefna mikla orkusamvinnu við Rússland, mikin innflutning á gasi þaðan gegnum „Turkstream" og „Bláu leiðsluna", þannig að Tyrkland er á góðri leið með að verða gasmiðstöð (e. „gas hub") fyrir lönd SA-Evrópu, er það fyrst og fremst til komið vegna „refsiaðgerða" ESB gegn Rússlandi. Þá eru Rússar að reisa nokkur kjarnorkuver í Tyrklandi, „Rosatom" hefur nú þegar flutt úranbirgðir til versins í Akkuju og miklir samningar eru í undirbúningi. Í varnarmálum eru mikil samskipti á milli landanna, Tyrkir hafa keypt S-300 loftvarnarflaugar af Rússum og eru í samskiptum við Moskvu varðandi aðgerðir í Sýrlandi en þar hafa Rússar komið Írönum að borðinu líka. Ef til vill er stefnan, ásamt stjórnvöldum í Damaskus, að reka á brott bandarískar hersveitir í NA-Sýrlandi sem eru þar „ólöglega", enda ekki í boði sýrlenskra stjórnvalda, Pentagon styður þar við Kúrdasveitir sem hafa bitið á það agn.

Kemal segist ætla að bæta til muna samskiptin við Bandaríkin og ESB, það sé lykillinn að efnahagsbata í landinu og segir hann stöðnun ríkja sem þurfi að laga. Það vakti athygli að Kemal reyndi að nota „demókratatrixið" og sakaði Rússa um að hafa afskipti af forsetakosningunum, var hann beðin um nánari útskýringar eða sannanir og varð fátt um svör. 

Landfræðileg eða „geopólitísk" staða Tyrklands er mjög mikilvæg – „lykillinn að Mið-Austurlöndum", með Sýrland við túnfótinn, auk Ísraels, Palestínu, hið marghrjáða Líbanon og Arabaheiminn handan við hornið.

Fylgst með í Moskvu, Brussel og Washington. 

Ljóst er að vel verður fylgst með fyrstu tölum sunnudagskvöldið 28. maí; kosningarnar eiga eftir að hafa áhrif á stöðu þeirra stórvelda sem nú eiga í blóðugu stríði á völlum Úkraínu. Fyrir Rússa væri gríðarlegt tjón að missa „félagann – partner" Erdogan (hann er ekki kallaður „bandamaður" í Moskvu) og nálgun Tyrklands og Vesturlanda er nokkuð sem NATO lönd telja afar mikilvægt, ekki bara hernaðarlega, heldur líka efnahagslega. Núverandi utanríkisráðherra Tyrklands Melvut Cavusoglu hefur haft í fram þreifingar í átt að ríkjasambandinu BRICS (Brasilía, Rússland, Indland, Kína og S-Afríka) og jafnvel gefið í skyn að þátttaka þar væri æskileg. BRICS ríkin leggja nú mikla áherslu á að byrja heimsverslun í öðrum gjaldmiðli en Bandaríkjadal og virðist sú stefna vinsæl, þannig að t.d. Indónesía, Mexíko, Argentína, Íran, Egyptaland og sjálf Sádi-Arabía hafa sýnt áhuga á þátttöku.  

Skildu eftir skilaboð