Innanríkisráðuneyti Ástralíu sendi yfir 4000 beiðnir til samfélagsmiðla um ritskoðun vegna Covid

frettinErlent, Ritskoðun, SamfélagsmiðlarLeave a Comment

Ástralski öldungardeildarþingmaðurinn Alex Antic fékk í hendur 28 blaðsíðna bækling yfirvalda í landinu með vísan til upplýsingalaga. Skjalið heitir "The Online Content Incident Arrangement Procedural Guidelines." Um er að ræða samning innanríkisráðuneytisins við samfélagsmiðla. Strikað hefur verið yfir allan textann í því eintaki sem Antic fékk afhent.

Þingmaðurinn spurði embættismenn innanríkisráðuneytisins í yfirheyrslum á ástralska þinginu hvers vegna ráðuneytið hafi sent 4.213 beiðnir til samfélagsmiðlafyrirtækja um að ritskoða mál tengd COVID-19.

Hver ákveður hvað eru rangar upplýsingar í embættistjórn/samfélagsmiðlum í Ástralíu í dag, spyr þingmaðurinn í færslu sem hann setti  á Twitter með upptöku af yfirheyrslunum úr þinginu?

Hér neðar má hlusta á Antic spyrja embættismenn um þetta mál „sem staðfestir það sem marga Ástrala hefur grunað“, segir þingmaðurinn.

Antic spyr meðal annars hvort eitthvað af þessum beiðnum um ritskoðun hafi tengst staðhæfingum sem nú hafa verið hraktar, t.d. að „bóluefnið“ ætti að koma í veg fyrir útbreiðslu smita, nokkuð sem aldrei var rannsakað, og nokkuð sem hefur sýnt sig vera rangt.

Skildu eftir skilaboð