Celine Dion aflýsir aftur öllum tónleikum vegna áframhaldandi veikinda

frettinErlent, Fræga fólkiðLeave a Comment

Í desember sagði kanadíska söngkonan og lagahöfundurinn Celine Dion frá því að hún væri með sjaldgæfan og ólæknandi taugasjúkdóm.

Dion sem er 54 ára er með taugasjúkdóminn Stiff Person Syndrome (SPS) og í janúar 2022 neyddist hún til að fresta sýningum á yfirstandandi tónleikaferðalagi sínu Courage World Tour vegna veikindanna.

Nú hefur Dion aftur aflýst öllum tónleikum sínum þar sem ástand hennar er óbreytt.

Hún sagði á samfélagsmiðlum að henni þætti það afar leitt að valda aðdáendum sínum vonbrigðum enn og aftur, en sagði að heilsunnar vegna þyrfti hún að aflýsa öllum tónleikum. Hún bætti því að hún ætlaði ekki að gefast upp.

Skildu eftir skilaboð