Jón Ívar Einarsson: engar kröfur um símenntun lækna á Íslandi – frændhyglin skerðir gæði heilbrigðisþjónustu

frettinHeilbrigðismál, Innlent3 Comments

Málþing var haldið í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar um síðustu helgi, Landlæknir var á meðal ræðumanna. Það var Hlédís Sveinsdóttir, sem sjálf var þolandi alvarlegra læknamistaka sem að stóð fyrir málþinginu ásamt, Jóni Ívari Einarssyni kvensjúkdómalækni.

Íslenska heilbrigðiskerfið aftarlega á merinni í mörgum málum

Kvensjúkdómalæknirinn Jón Ívar Einarsson, kom inn á mikilvæga punkta sem sýna hvað Ísland er aftarlega á merinni í heilbrigðismálum.

Jón Ívar segir að einn af hverjum fjórum læknum, lendi í alvarlegu eða óvæntu atviki, og gríðarlega mikilvægt sé að endurmennta lækna reglulega, því vísindin breytist ár frá ári. Læknar í USA þurfa stöðugt að viðhalda færni sinni, en engar kröfur eru um símenntun lækna hér á landi.

Jón hefur búið og starfað í Bandaríkjunum og unnið sem prófessor við Harvard háskóla í meira en áratug og segir mikið bil á milli gæði heilbrigðisþjónustu hér á landi og í Bandaríkjunum.  Hann segir að eftirfylgnin sé miklu hárþróaðri vestanhafs og þar sé sjúklingum fylgt eftir með reglubundnum hætti, það sé hins vegar mjög ábótavant á Íslandi.

Jón Ívar segir að frændhyglin sé einnig mikið vandamál hér á landi, það þekkist allir, sem geri það að verkum að læknar gagnrýna síður hvorn annan, eða andmæla ef kollegum verður á í starfi eða geri mistök. Þarna sé veruleg áhætta á að halli frekar á sjúklinginn en lækninn. Í Bandaríkjunum sé þetta öfugt, þá sé ábyrgðin alfarið læknisins og ef að einhver stefnir lækninum fyrir læknamistök, þá sé það læknisins að sanna fyrir dómstólum að mistök hafi ekki verið gerð.  Ef læknirinn tapar málinu þá þarf hann að greiða 10-20 milljónir bandaríkjadala sem gerir alla lækna gjaldþrota, þetta sé heldur ekki nógu gott fyrirkomulag en þó skárra en að fría lækna allri ábyrgð og væri kannski hægt að fara milliveginn á Íslandi.

Jón Ívar segir að annað hvort þyrfti að fá hingað til lands óháða álitsgjafa erlendis frá eða læknar hérlendis gætu gefið nafnlaust álit, og einnig sé mikilvægt að hvetja sjúklinginn til að fá álit annars læknis, ef viðkomandi er ekki sáttur við greininguna. Jón segir að stofnun nýs embættis, t.d. Umboðsmaður sjúklinga gæti verið ágætis lausn. Ekki er mikill vilji fyrir því af yfirstjórnendum hér á landi sem komi á óvart.

Jón segir að Kerfið á Íslandi sé þungt á köflum og ekki sjúklingavænt. Jón Ívar tekur fram að heilbrigðisstarfsfólk vilji gera vel, en kerfið sé flókið og ólíkir hlutar þess tali ekki nógu vel saman.

Jón Ívar Einarsson, kvensjúkdómalæknir fer með erindi á málþinginu.

Vill fría heilbrigðisstarfsfólk ábyrgð ef það gerir mistök í starfi

Alma lagði áherslu á í sinni ræðu að allir séu mannlegir og geri mistök, heilbrigðisstarfsfólk geri líka mistök og sé mannlegt, og telur hún að ekki eigi ekki að refsa fólki fyrir slíkt.

Landlæknir sagði jafnframt að verkaskipting embættis og lögreglu sé mikilvægt, sem og þáttur fjölmiðla, gott samstarf á milli þessa aðila sé lykilatriði.

„Mistök eru mannleg“ ítrekaði landlæknir.

Þá minntist landlæknir á lagafrumvarp heilbrigðisráðherra sem lagt verður fram á næstunni, frumvarp sem kemur að því að vernda heilbrigðisstarfsmenn frá lögsóknum ef upp koma mistök.

Alma Möller landlæknir yfirgaf pallborðsumræðurnar.

Innsendar spurningar í pallborðsumræðum

Eftir að ræðumenn höfðu lokið máli sínu var gert kaffihlé og svo voru haldnar pallborðsumræður í framhaldi, þar sem blaðamönnum og almenning gafst kostur á að spyrja spurninga er kemur að öryggi sjúklinga og því sem fram fór á ráðstefnunni.

Í einfeldni minni hélt ég að fólkinu í salnum yrði réttur míkrófónn og fengi þar að beina spurningu að einhverjum ræðumanni. Nei það var ekki svo, því þegar inn í sal var komið, þá blasti við mynd á veggnum sem vísaði í link, og þar mátti senda inni spurningar. Spurningarnar voru sem sagt ritskoðaðar og urðu að vera mjög stuttar.

Ég flýtti mér að setja inn fjórar spurningar, og náði því naumlega en þótti undarlegt að fyrirkomulagið var ekki tilkynnt fyrr en á þessum tímapunkti.

Fyrsta spurningin var spurning sem kom frá lækni sem ég hafði samband við fyrir fundinn og hljóðar svona:

Hvernig stendur á því að það hefur ekki verið rannsakað tímasamband covid bólusetninga og mikilla umframdauðsfalla í kjölfarið sem mældist 21% á síðasta ári?

Önnur spurning:

Varðandi frændhygli, allir læknar þekkjast á einn eða annan hátt eins Jón Ívar kom inn á, sem skaðar gæði heilbrigðisþjónustu, á að bregðast við þessu t.d. með óháðum erlendum eftirlitsaðilum?

Þriðja spurning:

Alma talar um mikilvægt samstarf embættisins, lögreglu og blaðamanna, hvað er átt við með því?

Fjórða spurning:

Eru læknamistök á Íslandi hlutfallslega fleiri en á Norðurlöndunum og getur það stafað af smæð þjóðarinnar og frændhygli?

Spurningar ritskoðaðar og enginn tímarammi

Við biðum spennt eftir að kæmi að spurningum okkar, en allt kom fyrir ekki, ekki ein einasta spurning frá okkur var leyfð og raunar voru einungis 3-4 spurningar af listanum leyfðar, 10-12 spurningar bárust úr salnum. Það er því ljóst að spurningarnar voru ritskoðaðar, og að ekki var neinn vilji til að taka samtalið eða svara spurningum sem brennur á mörgum er kemur að öryggi sjúklinga.

Landlæknir fékk enga spurningu þrátt fyrir nokkrar sem beindust að henni og sat hún því þarna stikkfrí í skjóli ritskoðarana. Þegar pallborðsumræður voru enn í gangi þá stígur hún skyndilega upp og segist þurfa að fara í viðtal.

Þetta er semsagt allur heiðarleikinn og traustið á opnum fundi, þar sem almenningur átti að geta spurt spurninga er kemur að öryggi sjúklinga. Mér var verulega misboðið og spurði yfir salinn hvænar kæmi að spurningunum. Fundarstjóri svaraði þá að þetta hafi verið spurningarnar og ekki gæfist tími fyrir frekari spurningar.

Hefði ekki verið heiðarlegra og nær að gefa hverjum ræðumanni að hámarki þrjár mínútur til að svara, því þá hefði hæglega verið hægt að svara öllum spurningunum.

Hér neðar má sjá klippur af pallborðsumræðum.


3 Comments on “Jón Ívar Einarsson: engar kröfur um símenntun lækna á Íslandi – frændhyglin skerðir gæði heilbrigðisþjónustu”

  1. Hér ber enginn ábyrgð nema kannski ræstitæknar.

  2. Meiri kómedían.

    Af hverju er svona margt á Íslandi bara til að sýnast?

  3. Þetta er afleiðing einkavæðingarstefnu Sjálfstæðisflokksins, gera opinbera kerfið svo lélegt að almenningur taki einkavæðingu fagnandi.

Skildu eftir skilaboð